Pétur og úlfurinn í Selskógi

Pétur og úlfurinn í Selskógi

Þann 20. júlí nk. mun Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýna leikritið Pétur og úlfurinn. Leikritið verður sýnt á sviðinu í Selskógi sem er hluti af Egilsstaðaskógi og eru það unglingar félagsins sem leika hlutverkin í verkinu en allir leikarar eru á aldrinum 13-16 ára. Verkið er byggt á tónverkinu Pétur og úlfurinn og  hefur Pétri Ármannssyni tekist að búa til mjög skemmtilega leikgerð upp úr tónverkinu þar sem hinir ungu leikrarar voru afar virkir í sköpunarferlinu.

Leiksstjóri er heimamaðurinn Pétur Ármannsson en hann er nýútskrifaður sem leikari úr Listaháskóla Íslands og aðstoðarmaður leiksstjóra er Brogan Jayne Davison. Leikmyndahönnuður er Unnur Sveinsdóttir. Þess má til gamans geta að Samfélagssjóður Alcoa styrkti uppsetninguna myndarlega.

0 Slökkt á athugasemdum við Pétur og úlfurinn í Selskógi 343 17 júlí, 2012 Allar fréttir júlí 17, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa