Leikfélagið Peðið frumsýnir á föstudaginn Hrútsþátt hreðjamikla – hetju og kynlífsögu eftir Jón Benjamín Einarsson og höfund Njálu, að þessu sinni er sýnt á Hostelinu Hlemmur Square á Laugaveginum.

Leikfélagið hefur undanfarinn mánuð æft af krafti undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar þetta skemmtilega verk eftir Jón og höfund Njálu. Að venju er mikið um söng og gleði í verkinu en það er sennilega það eina sem er venjulegt við það.

Frumsýning 16. maí kl. 20.00

2. sýning 17. maí kl. 20.00
3. sýning 21. maí kl. 20.00
4. sýning 25. maí kl. 16.00
5. sýning 25. maí kl. 19.00
3. sýning 27. maí kl. 20.00