Leikhópurinn Á senunni verður með tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri 12. nóvember 2008, í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Paris at night er byggt á ljóðum Jacques Prévert og tónlist Joseph Kosma. Þýðingar ljóðanna eru eftir Sigurð Pálsson. Leikarar/söngvarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson.  Hljómsveitinni stjórnar Karl Olgeirsson, en auk hans eru í hljómsveitinni þeir Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon. Texti um Jacques Prévert verður fluttur af Gerard Lemarquis og leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Edda Þórarinsdóttir söng- og leikkona, en hún mun meðal annars syngja tónlist Edith Piaf, sem hún lék hjá Leikfélagi Akureyrar á níunda áratugnum.
 
Paris at night gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu vorið og haustið 2004 og var sýningin tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir bestu tónlistina það árið.  Plata með tónlistinni og völdum ljóðum kom út haustið 2004.  Hana er enn hægt að nálgast hjá hópnum.  Ljóðaþýðingar Sigurðar Pálsson, Ljóð í mæltu máli, eru uppseldar.

Miðasala er hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4 600 200 og á www.leikfelag.is og á www.midi.is  

{mos_fb_discuss:2}