Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla Bandalagsins eftir miðnætti föstudaginn 15. mars. Hér má sjá upplýsingar um námskeið í boði.

Að þessu sinni er ekki tekið við umsóknum í tölvupósti heldur þarf að fylla út umsókn á vefnum. Upplýsingar sem nauðsynlegar eru:
Námskeið sem sótt er um, nafn, kennitala, netfang, sími, heimilisfang, póstnr. og staður. Einnig þarf að taka fram hvort búið er að greiða staðfestingargjald. Þá þurfa þeir sem sækja um á Leikritun II og Sérnámskeið fyrir leikara að láta fylgja ferilskrá til að sýna fram á að grunnkröfur á námskeiðin séu uppfyllt.

Hér er tengill á umsóknarformið (verður virkt eftir miðnætti 15. mars).

ATH! Þegar umsókn er send inn er staðfestingarpóstur sendur á uppgefið netfang. Gætið þess að netfang sé rétt. Ef póstur virðist ekki berast, skoðið ruslpóstinn ykkar.