Í tilfefni af því að 111 leikár Leikfélags Reykjavíkur er að hefjast verður opið hús í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 2. september, á milli klukkan 15 og 17. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafn framt verður boðið upp á veitingar fyrir unga sem aldna og starfsfólk Borgarleikhússins, með leikhússtjórann í broddi fylkingar, bakar vöfflur fyrir gesti og gangandi, það verður heitt á könnunni og svaladrykkir fyrir börnin.

Tónlist
Lifandi tónlist í tvo tíma. Geirfuglarnir taka lög úr ýmsum sýningum úr Borgarleikhúsinu eins og Gretti, Gosa og Ást ofl.
 
Opnar æfingar
Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum.
 
Tilboð Borgarleikhússins
SMELLURINN gildir á 3 sýningar: Lík í óskilum, söngleikinn Gretti og Gítarleikarana. Þrjár sýningar á aðeins 5 þúsund.
FJÖLSKYLDUKORTIÐ 8 miða klippikort sem gildir á Gosa og söngleikinn Gretti. Kort fyrir alla fjölskylduna. Verð aðeins 16 þúsund.
Kortin verða aðeins til sölu vikuna 2.-9.september.
 
Ekki missa af trúðum, tónlist, veitingum og frábærum tilboðum í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir í Borgarleikhúsið á sunnudaginn!