Opin söngprufa fyrir nýjan söngleik, Ástin er diskó, lífið er pönk, fer fram í húsakynnum Reykjavík Studios að Nýbýlavegi 8 (Dalbrekku megin) fimmtudaginn 6. desember nk. kl. 19. Leitað er að ungum karlmönnum (18-30 ára) sem geta leikið og sungið.

Söngleikurinn er eftir Hallgrím Helgason og verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á komandi vori í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Lögin sem flytja á í prufunni eru Hiroshima (Bubbi og Utangarðsmenn), Vetrarsól (Bó Hall) og Diskó Friskó (e. St. S. Stefánsson). Ekki er verra ef viðkomandi geta leikið á hljóðfæri en það er ekki skilyrði. Hljóðfæri verða á staðnum ef menn vilja leika undir eigin söng. Sviðsreynsla er æskileg en alls ekki skilyrði.

Áhugasamir skrái sig hjá Dóru Hafsteinsdóttur, kynningarfulltrúa Þjóðleikhússins (dora@leikhusid.is) í síðasta lagi 4. desember.