Helgarnar 26-28. september og 4-6. / 11-13. /18-20. október verður haldin fjögurra helga leikhöfundasmiðja í Samkomuhúsi Flateyrar. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og verður kynnt öllum áhugaleikfélögum á Vestfjörðum.

Val stendur um að sækja allar fjórar helgarnar eða stakar helgar eftir atvikum.

Skapandi stefnumót fyrir byrjendur og lengra komna, ertu með leikrit í skúffunni eða er vandamálið að byrja koma hugmyndunum á blað? Hvað þarf til að geta sett ólíkar hugsmíðar á svið? Unnið með texta og hugmyndir til að skoða persónusköpun, smíða senur, halda þræði í uppistandi. Kraftmikil kreatív vinna fyrir áhugafólk, leikara og skáld sem unnin verður undir leiðsögn þaulvans sviðslistafólks á intensívum helgarnámskeiðum.

Á meðal leiðbeinenda eru Rúnar Guðbrandsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Víkingur Kristjánsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlín Agnarsdóttir, Árni Kristjánsson og fleiri.

Leikskáld og leikstjóri vinna með þátttakendum að frumvinnslu og þróun hugmynda með aðferðum leikhússins, spuna og æfingum auk þess sem leiðir til að vinna leikverk úr sögu og samtíma eru skoðaðar. Er kominn tími til að taka sénsinn?  Nánari upplýsingar á fésbókarsíðunni Okkar eigin, og í tölvupósti á godsnail@gmail.com.