Eftir áramót verður svo barnasöngleikur settur upp í Hofi. Það er sannkallað ævintýri þar sem góð og ill öfl mætast með boðskap sem á vel við í nútímasamfélagi. Tónlist er eftir Gunnar Þórðarson og fleiri en tónlistin er af vísnaplötunum Einu sinni var & Út um græna grundu. Frumsýning verður 23. mars.
Höfundar, leikstjóri og tónlistarstjóri leikverkanna eru þeir sömu. Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir eru höfundar. Ívar Helgason leikstýrir og Heimir Ingimarsson sér um tónlistarstjórn.
En framundan er sýning á gamanleiknum Gúgglaðu það bara. Þar er sagt frá tveimur karlmönnum um þrítugt sem leita stöðugt að rétta svarinu við lífsgátunni, meðal annars á leitarvélum á netinu. Oft mæta þeir mótlæti en stundum er lífið bara meðlæti. Með aðalhlutverk fara Brynjar Gauti Schiöth og Hallur Örn Guðjónsson en alls koma um 15 manns þátt í sýningunni.
Frumsýnt verður í Sjallannum 15. nóvember og verður Gúgglaðu það bara sýnt sem kaffileikhús og með jólahlaðborðum Sjallans og Greifans.