Nýdönsk í nánd aftur á svið laugardaginn 7. janúar

Nýdönsk í nánd aftur á svið laugardaginn 7. janúar

Nýdönsk snýr aftur á Litla svið Borgarleikhússins á laugardagskvöld. Þessi einstaki tónleikur Nýdanskrar sló rækilega í gegn á síðasta leikári, hætti fyrir fullu húsi og snýr því aftur í takmarkaðan tíma. Alls verða fimm sýningar á verkinu, allar um helgar kl. 22. Höfundar verks og flytjendur eru meðlimir Nýdanskrar.

Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn Ólafs? Er Stefán hæsti gítarleikari í heimi? Áhorfendur taka virkan þátt í sögustundinni auk þess að berja augum fágæt myndskeið með aðstoð nýjustu tækni. En auðvitað er það fyrst og fremst tónlistin sem verður allt umvefjandi fram á nótt.

Nýdönsk eru Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Ólafur Hólm, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Nýdönsk í nánd aftur á svið laugardaginn 7. janúar 336 05 janúar, 2012 Allar fréttir janúar 5, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa