Aðalfundur LÖ var haldinn í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn fimmtudagskvöldið 26. maí. Fundarstjóri var Árný Leifsdóttir og ritari Helena Helgadóttir. Ágæt mæting var og fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Meðal annars urðu breytingar á stjórn.

Úr stjórn gekk Magnþóra Kristjánsdóttir og þau Kolbrún Gunnarsdóttir og Jónas Höskuldsson gengu úr varastjórn. Ottó Rafn Halldórsson tekur nú sæti í stjórn og tekur við starfi gjaldkera félagsins. Þrúður Sigurðar verður áfram formaður, Helena Helgadóttir ritari, Hulda Gunnarsdóttir varaformaður og Árný Leifsdóttir meðstjórnandi. Birna Rut Árnadóttir og Róbert Karl Ingimundarson eru nýir varastjórnarmenn. Er nýju stjórnarfólki óskað hér með til hamingju.

Skýrslu stjórnar og styrkjanefndar má finna á bloggsíðu Leikfélags Ölfuss http//:www.leikfjelag.blogspot.com.

Fundargerð aðalfundar verður svo birt á vefnum innan tíðar.

 

{mos_fb_discuss:3}