Leiklestrar úr þeim fimm leikritum sem valin hafa verið í Norrænu leikskáldalestina 2012-2013 verða í Þjóðleikhúsinu 25. og 26. ágúst.

Fimm leikskáld, eitt frá hverju landi, ferðast á milli landanna, og lesið er upp úr verkum þeirra. Leiklesið verður á ensku úr eftirtöldum verkum: Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson (Ísland), Ingen Møder Nogen eftir Peter Asmussen (Danmörk), Meganin Tarina eftir Tuomas Timonen (Finnland), Jeg forsvinner eftir Arne Lygre (Noregur) og Mira går genom rummen eftir Martina Montelius (Svíþjóð).

Norræna leikskáldalestin kemur í stað Norrænu leiklistarverðlaunanna sem áður voru veitt einu leikskáldi á Norðurlöndunum annað hvert ár.

Leiklistarsamband Íslands á frumkvæði að Norrænu leikskáldalestinni og er hún samvinnuverkefni LSÍ og félaga í Norræna leiklistarsambandinu, höfundastofa og upplýsingamiðstöðva leiklistar á Norðurlöndum. Í hverju landi eru lestrarnir haldnir í tengslum við hátíðir, hér á landi um leið og alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal og Reykjavík Dance Festival fara fram.

Leiklestrar 25. og 26. ágúst kl. 15:00 í Kassanum.