Leikfélag Húsavíkur sýnir um þessar mundir fjölskyldusöngleikinn Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Og undanfarið hefur verð mikið um dýrðir í blokkinni á Húsavík. 1100 gestir hafa þegar litið við í blokkinni og þar á meðal höfundurinn sjálfur.

Samt er alltaf sama sagan í blokkinni, Robbi húsvörður frekar pirraður á þessum bölvaða ruslaralýð sem þar býr. Solla spáir um framtíð íbúanna og Tryggvi gerir allt sem hann getur til að selja sem flestum líftryggingar, fyrir utan að hugsa um hljómsveitina Sóna, sem hyggur á „comeback“. Hannes heldur áfram að skila Bítlabókinni, en fær hana alltaf aftur, Söru til mikillar ánægju, eða ekki! Óli hugsar um köngulóna, skjaldbökuna, mýsnar og öll hin dýrin.

Þeir sem ekki hafa þegar heimsótt Óla, Söru og alla hina í blokkinni ættu að hringja í síma 464-1129 og tryggja sér miða. Sýnt er á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

{mos_fb_discuss:2}