Bandalag rússneskra leikfélaga (STD), í samstarfi við alþjóðasamtök áhugaleikfélaga, AITA/IATA heldur alþjóðlegt námskeið sem gengur undir nafninu "The Stanislavsky Method Today / Practical Training for Actors and Directors of the Amateur Theatre" dagana 26. apríl til 4. maí 2007. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2006.
Prófessorar frá leiklistarskólum Moskvu kenna eftirfarandi námskeið:

Acting skills
Director’s work on the play during the staging
The stage movement

Kennt verður á rússnesku, ensku, frönsku og þýsku. Námskeiðshaldarar ábyrgjast túlkun.
Nemendur verða sóttir á alþjóðaflugvöllinn í Moskvu eða brautarstöðvar og þeim verður séð fyrir ferðum á námskeiðsstaðinn og til baka við heimferð, húsnæði og þremur máltíðum á dag.

Námskeiðsgjald eru 450 evrur. (Miðað við að evran sé í kringum 90 er það um 40.000 krónur.) Innifalið í því eru ferðir til og frá flugvelli eða brautarstöð, húsnæði, máltíðir, kennsla og túlkunarþjónusta fyrir tímabilið 26. apríl til 04. maí 2007. Námskeiðsgjald greiðist í reiðufé við komu.

Ferðakostnaður til Moskvu og aftur heim er á ábyrgð þátttakenda.

Dagskrá:
26. apríl 2007 – Koma þátttakenda til Moskvu
27. apríl 2007 – Námskeið hefjast
2. maí 2007 – Námskeiðum lýkur. afhending þátttökuviðurkenninga
3. maí 2007 – Frjálst dagur í Moskvu
4. maí 2007 – Heimferð

Mögulegt er að skipuleggja leikhúsferðir og útsýnisferðir í Moskvu.

Umsóknarfrestur er til 10 desember 2006.

Námskeiðshaldarar útvega nánari upplýsingar um námskeiðin, undirbúning fyrir þau, sem og nákvæmar leiðbeiningar um vegabréfsáritanir til að komast inn í Rússland eftir að umsókn berst.

Umsóknareyðublað er hægt að fá sent í tölvupósti frá info@leiklist.is

Nánari upplýsingar fást hjá:

Russian AITA/IATA Centre,
Strasnoy Boulevard 10, Moscow, RUS-107031 Russia,
Sími/Fax +7495 200 07 02
Netfang: alla_zorina@mail.ru