ImageÖskubuska og Rossini eru meginviðfangsefni næsta námskeiðs sem Vinafélag Íslensku óperunnar og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir í sameiningu og hefst 7. febrúar nk. Skráning á námskeiðið er hafin og er skráningarfrestur til og með 20. janúar.

Þrjú fyrstu kvöld námskeiðsins verður fjallað um Rossini og Öskubusku og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar, með hjálp tón- og mynddæma. Síðasta kvöldið verður farið á sýningu í Óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum uppsetningarinnar. Kennari á námskeiðinu er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður.  

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning á vef Endurmenntunar http://www.endurmenntun.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Fraedslaogfrodleikur/Menninglandogsaga/Nanarumnamskeid/6v06