Benedikt Axelsson ljósameistari mun halda námskeið í leikhúslýsingu helgina 25. og 26. okt. nk. kl. 10.00 – 15 eða 16 báða dagana. Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar, tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn.

Markmiðið er að búa til „ljósahóp“ fólks sem getur unnið saman, hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis, en ekki síður að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsinguna, hvernig hún getur hjálpað leikritinu og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum!

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi;

Hvað getum við gert með ljósum? Lykilatriðin þrjú: staðsetning, litur, styrkur.

Smit og endurkast, bakgrunnur. Staðsetning leikara gagnvart bakgrunni, leikmynd o.fl. Vinnuferlið, hugmynd, leikmynd, könnun á búnaði. Atriðalisti, „að læra sýninguna“, “draumaferlið”, vikuskiptingu og tímaplan. Ljósaplön, teikningar, kjúlistar ofl. Upphenging, innstilling, kjúvinna. Að keyra ljósin, mismunandi ljósaborð, ath innstillingar, liti o.fl. Litir ljóss og þess sem það lendir á (litafræði ljóss gagnvart “additive” litum) Tækin sem við notum: ljósaborð, dimmar, tengingar og ljós.

Tegundir ljósa, hvar notum við hvað, og hvað þarf til. Svolítið um skjávarpa og óhefðbundinn ljósabúnað.

Námskeiðsgjald er 8000 kr. en 3000 kr. fyrir félagsmenn aðra. ( Félagsgjaldið er 2500 kr. svo það má spara heilmikið með því að ganga í félagið). 

Léttar veitingar í hádeginu innifaldar.

Námskeiðið verður haldið í leikhúsi Halaleikhópsins Halanum Hátúni 12. 105 Reykjavík.

Skráning á netfangið halaleikhopurinn@halaleikhopurinn.is