Skagaleikflokkurinn hefur ýmislegt spennandi á prjónunum í vetur.

Leiklistarnámskeið hefst fimmtudaginn 29. ágúst og stendur yfir í hálfan mánuð. Um er að ræða ca. 12 tíma námskeið sem endar með sýningu stuttverka. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jakob Þór Einarsson en hann steig einmitt sín fyrstu spor á leiklistarsviðinu með Skagaleikflokknum. Félagið hvetur sem flesta til að taka þátt. Aldurstakmark er 18 ára.

Um miðjan september hefjast æfingar fyrir sýningu haustsins. Búið er að ráða leikstjórann Valgeir Skagfjörð sem líkt og Jakob tengist flokknum sterkum böndum. Óvíst er hvort um söngleik eða gamanleik verði að ræða en það ræðst af þeim mannskap sem gefur sig í verkefnið. Þó er ljóst að stefnt er að því að frumsýna metnaðarfullt verk á Vökudögum. 

Útkoman veltur að sjálfsögðu á þátttöku félagsmanna (og bæjarbúa) í þessum verkefnum og ljóst er að vantar leikara, söngvara, tónlistarmenn, tæknifólk og alltmúligt fólk. Skagaleikflokkurinn hvetur áhugasama til að gefa sig fram.