Nú er hafin skráning á haustnámskeið Leikgleði hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Í boði verða 10 vikna námskeið, kennd einu sinni í viku í Bæjarleikhúsinu.
Allar nánari upplýsingar og skráning eru á www.leikgledi.is.

Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga allt árið um kring. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.