Leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýnir þann 5. desember í Tjarnarbíói leikritið MP5 eftir þá Hilmir Jemsson og Tryggva Gunnarsson í leikstjórn þeirra beggja. 

MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðalyndum einstaklingum.

En þegar slys á sér stað um borð og MP5 hríðskotabyssa kemur uppúr neyðarkassanum vaknar sú spurning hvort, og þá hvernig, best sé að nota byssuna.

Byssur drepa ekki fólk – Fávitar með byssur drepa fólk“

MP5 er ný íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er það fyrsta í þríleik um þá Ísak og Vilhjálm og raunir þeirra í geimnum. MP5, og þríleikurinn allur, er ákveðið tilraunaverkefni til að sjá hversu hratt leikhúsformið getur brugðist við samfélagsumræðu líðandi stundar, en leikhúsið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera svifaseint og þungt í vöfum.

Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni.  

Vegna anna eru sýningarnar aðeins þrjár. Allar sýningar hefjast kl 20.
5. desember
12. desember
15. desember

Verkið er um 50 mínútur og er miðaverð 2.000kr.

Miðar og nánari upplýsingar á www.tjarnarbio.is & www.somithjodar.is