Mottur á fullorðna og vatnslitir fyrir börnin

Mottur á fullorðna og vatnslitir fyrir börnin

Í tilefni af „Mottu-mars“ bendum við á að í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga að Suðurlandsbraut 16 fæst mikið úrval af ódýrum gerfi-yfirvaraskeggjum fyrir þá sem af líffræðilegum orsökum eiga erfitt með að safna mottum eða þá sem vilja stytta sér leið í mottusöfnun fyrir sérstök tilefni. Einnig eru til vatnslitir til að mála börnin fyrir öskudaginn (yfir 50 litir) og eru þetta húðvænustu vatnslitir sem fást hér á landi.

Einnig fæst ýmislegt annað sem tilvalið er að nota fyrir öskudaginn, t.d. litað hársprey, skallar, trúðanef, litað tannlakk o.m.fl. Endilega kíkið til okkar á Suðurlandsbraut 16 og skoðið úrvalið.

{mos_fb_discuss:3}

0 Slökkt á athugasemdum við Mottur á fullorðna og vatnslitir fyrir börnin 420 04 mars, 2011 Allar fréttir mars 4, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa