Leikfélag Hveragerðis frumsýnir  gamla góða ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö í nýrri leikgerð Hafsteins Þórs Auðunssonar  föstudaginn 14. mars nk. í Leikhúsinu, Austurmörk 23. Hafsteinn er einnig leikstjóri og höfundur tónlistar sem útsett er af  Guðmundi Eiríkssyni, píanóleikara sýningarinnar.

Í byrjun janúar hélt Leikfélagið leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára. Leiðbeinandi var Hafsteinn Þór Auðunsson. 25 krakkar tóku þátt í námskeiðinu og meira en helmingur þeirra taka þátt í þessari sýningu. Leikarar eru alls 32 á aldrinum 8-55 ára.

Leikfélag Hveragerðis var stofnað 1947 og hefur sett upp á hverju ári sýningar sem sumar hverjar hafa vakið mikla athygli fyrir metnað og áræði. Leikmyndin, sem er ævintýri líkust, er máluð af tveimur listamönnum í Hveragerði, þeim Kolbrúnu Vilhjálmsdóttur og listmálaranum Víði Ingólfi Þrastarsyni sem notar listamannsnafnið Myrmann.

Sýningar:
Föstudaginn     14. mars frumsýning    kl. 17.00
Laugardaginn   15. mars        kl. 14.00
Sunnudaginn    16. mars        kl. 14.00
Fimmtudaginn  20. mars        kl. 18.00
Laugardagur    22. mars        kl. 14.00
Sunnudagur     23. mars        kl. 14.00
Fimmtudaginn 27. mars         kl.  18.00

Miðaverð 2000 kr.
eða 1700 kr. fyrir hópa (10 eða fleiri)

Allar nánari upplýsingar má finna á https://www.facebook.com/hveroleikhus?fref=ts