Hótel Selfossi 30.09.2006

Málþing
um Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga

Framsöguerindi:

Gunnhildur Sigurðardóttir, fráfarandi skólastýra, kynnti dagskrá málþingsins og fjallaði um aðdraganda og starfsemi skólans til þessa.

Málþing
9:00 – 12:00
Framsöguerindi
Aðdragandi – starfsemi – Gunnhildur Sigurðardóttir
Húsnæðismál skólans – Margrét Tryggvadóttir
Niðurstöður úr könnun – Hrefna Friðriksdóttir
Skólinn frá sjónarhóli leikfélags – Sigríður Lára, Sigurður Páls.
Skólinn frá sjónarhóli nemenda – Guðmundur L Þorvaldsson
Skólinn frá sjónarhóli kennara – Ágústa Skúladóttir
Umræður

Kl. 14:00 – 17:00
Hópumræður – Skólinn – framtíðarsýn til næstu 10 ára
Niðurstöður hópa – framtíðarstefna mótuð

Framsöguerindi 1 – Gunnhildur Sigurðardóttir
Aðdragandi og starfsemi Leiklistarskóla Bandalagsins

– Aðdragandi 1990 –1997
– Starfsemi 1997 – 2006

1990 – 1991
– Umræður um að námskeið BÍL séu of einhæf og byggi ekki á fyrri námskeiðum.
– Kári Halldór Þórsson fenginn til að gera tillögur að leiklistarskóla.

1991 – 1997
Skólanefnd starfar að undirbúningi og leggur fram tillögur til stjórnar.

– Skólinn starfar í 2 vikur á ári (júní og ágúst)
– Í Reykjavík og vítt og breitt um landið.
– Nemendur fá ákveðin stig fyrir námskeiðin.
– Byrjendanámskeið og 3 framhaldsnámsk.
– Vinna á námskeiðsstað og heimavinna m.a. í leikfélaginu.

1997
Leiklistarskólinn settur
– Fyrsta árið voru auglýst 5 námskeið
– 2 níu daga námskeið. (leiklist, leikstjórn)
– 3 styttri námskeið
– 3 námskeið voru haldin

Grunnámskeið fyrir leikara (4×2)

Leiklist 1
1997
1998
2001
2004

Leiklist 2
1998
1999
2002
2005

Sérnámskeið fyrir leikara (11)
1999 – Sviðstækni leikarans
1999 – Commedia dell´Arte
2000 – Tækni Gamanleikarans
2000 – Söngur og raddþjálfun
2000 – Sviðstækni leikarans
2001 – Sérnámskeið fyrir leikara
(2002) – Leikarinn sem skapandi listamaður
2003 – Hvernig segirðu sögu?
2004 – Trúðstækni
2005 – Sérnámskeið – Rúnar Guðbrandsson
2006 – Hvernig segirðu sögu?
2006 – Sérnámskeið – Steinunn Knútsdóttir

Grunnnámskeið í leikstjórn (9)
Leikstjórn 1 Leikstjórn 2 Leikstjórn 3 (framh)
1997 1998 1999
(1998)
2001 2002 2003
2005 2006
2004 – masterclass í leikstjórn

Leikritun (4) – Förðun (9)
Leikritun
1997
(1998)
2002
2003
2004

Förðun
1995 1995
1997 1997
1998 1998
1999 hárkollugerð
2002 (2002)
2003
2006 2006

Tækninámskeið (3)
Lýsing Sviðsmynd Búningar
1999 1999 2003
(2002) (gervi og búningar)
(2003)

Annað
2000 Leiksmiðjur á leiklistarhátíð
2005 Bardagatækni
2005 Fyrirlestrahelgi – Hinar þúsund þjalir leikstjórans
2005 Leiksmiðjur á leiklistarhátíð

Kennarar í Leiklistarskóla BÍL (25)
Sigrún Valbergsdóttir
Harpa Arnardóttir
Þorgeir Tryggvason
Ásta Arnardóttir
Kjartan Ragnarsson
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Viðar Eggertsson
Árni J Baldvinsson
Ásta Hafþórsdóttir
Sigurþór Albert Heimisson
Kaj Pumalainen
Vala Þórsdóttir
Rósa Kristín Baldursdóttir
Valdís Jónsdóttir
Rúnar Guðbrandsson
Karl Ágúst Úlfsson
Ágústa Skúladóttir
Alda Sigurðardóttir
Árni Pétur Guðjónsson
Steinunn Knútsdóttir
(Ine Camilla Björnstein)
(Gréta Boðadóttir)
(Snorri Freyr Hilmarsson)
(Þórunn Elísabet Sveinsdóttir)
(Egill Ingibergsson)

Fjöldi á 10 árum
205 nemendur
frá
29 leikfélögum
alls
417 sinnum

Framsöguerindi 2 – Margrét Tryggvadóttir
Húsnæðismál skólans

Í húsnæðisnefnd Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga eru auk Margrétar, Sigríður Karlsdóttir, skólanefndarkona á Selfossi og Júlíus Júlíusson á Dalvík.

Húsabakki:
Júlíus fór á fund bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Ekki er lengur skólastarf á Húsabakka þannig að ekki er vitað hvað verður um skólann. Ekki hefur verið hægt að staðfesta að aðgengi að skólanum verði bætt.

Eiðar:
Rætt hefur verið við staðarhaldara á Eiðum á Fljótsdalshéraði. Þar er öll aðstaða fyrir hendi og hægt að fá hana leigða fyrir lítið. Þar yrði þó aðeins boðið upp á dýnugistingu í skólastofum. Þó væri hægt að semja við Hótel Eddu um leigu á einhverjum herbergjum á heimavistinni, en það yrði þá eitthvað dýrara fyrir þá sem kysu að búa þar.

Víðar:
Rætt hefur verið um að halda áfram leitinni að ákjósanlegu húsnæði fyrir skólann. Bæði hefur verið stungið upp á að athuga með varnarstöðina á Miðnesheiði, Núp í Dýrafirði og fleiri staði. Allir viðstaddir beðnir að hafa augun hjá sér í sínu nágrenni.

Skólinn þarf að hafa:
– Gistirými fyrir 40 til 50 manns
– 4 góða kennslusali
– Aðgengi fyrir fatlaða
– Helst íþróttasal

Framsöguerindi 3 – Hrefna Friðriksdóttir
Könnun Leiklistarskóla BÍL 2006

Áhrif skólans á starfsemi leikfélaga
Þátttaka
– 64 félög í BÍL
– Nemendur hafa alls verið frá 29 félögum
– 11 félög svöruðu könnun

Hafa meðlimir félags sótt námskeið?

Enginn = 1
1-10 = 7
10 + = 3

Af fyrirframgefnum valkostum sagði félagið sem engan hafði sent ástæður vera skólagjöld og tímasetningu skólans.

Þeir sem sækja námskeið bjóða fram og fá tækifæri til að nýta þekkinguna hjá leikfélaginu sínu!
✡ Leikararnir leika
✦ Leikstjórarnir leikstýra
✠ Sett er upp eftir leikskáldin
✂ Hönnuðir og tæknimenn hanna og framkvæma

Áhrif skólans á starfsemi leikfélags
1 – fjölgað félögum
2 – fjölgað sýningum
6 – skilað betri sýningum
7 – aukið fjölbreytni starfsins
5 – dregið úr kostnaði við uppsetningu sýninga
6 – dregið úr ráðningu utanaðkomandi aðila við uppsetningu
0 – aukið fjárframlög/styrki til leikfélagsins
0 – aukið umfjöllun fjölmiðla um leikfélagið

Önnur áhrif?
– Meira listrænt sjálfstraust – meiri samgangur við önnur leikfélög
– Betri/meiri samheldni, góðar sameiginlegar minningar og skemmtilegri andi – eflir jákvæða ímynd BÍL
– Leikfélagar koma áhugasamari og fullir af krafti til starfa og nýta, kenna og miðla sinni þekkingu
– Leikfélagar eru óhræddari við að taka að sér verkefni
– Skilar sterkari einstaklingum inn í starfið
– Nýjar hugmyndir, góður andi og meiri kunnátta

Ábendingar um framtíð skólans
– “If it works don’t fix it”
– Ógjarnan skerða – mjög mikilvægur þáttur í starfi BÍL – vettvangur samvinnu og samstarfs
– Ekki alltaf á sama tíma – betra aðgengi f. fatlaða – fjölskylduvænni, eitthvað fyrir börnin
– Bæta aðgengi til muna
– Flytja skólann austur á land
– 2ja helgarnámskeið á höfuðborgarsvæði og um landið
– Flottur skóli!

Framsöguerindi 4 – Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Áhrif skólans á starfsemi leikfélags – Hugleikur

Fjöldi nemenda frá Hugleik á skólanum 1997 – 2005

Starfsemi Hugleiks miðað við ríkisstyrk 1997 – 2005

styrkir.png

 

 

 

 

 

 

Ljóst er af þessum tölum að starfsemi félagsin hefur aukist gífurlega síðan Hugleikarar fóru að nýta sér skólann.

Kynning á skólanum innan félagsins
– Bæklingur látinn liggja frammi (á sminkborðinu ef verið er að sýna, annars og einnig í húsnæði félagsins)
– Tölvupóstur sendur á félagalista
– Skólinn kynntur sérstaklega fyrir nýjum félögum
– Styrkur, yfirleitt kr. 10.000 á hvern nemanda
– Nemendur fyrri ára mæla með skólanum

Félagsmenn hafa öðlast meiri þekkingu á öllum hliðum leikhússins
Hönnun
– Búninga- sviðsmyndar- förðunar- og ljósavinna
– Skapandi, spennandi og skemmtileg vinna ef menn vinna hana af áhuga og metnaði
– Fleiri hafa sýnt þessari vinnu áhuga
Leikritun og leikstjórn
– Fleiri treysta sér
– Allir sem vilja geta farið á námskeið
Fólk “smitast” af þeim sem hafa farið á skólann
– Félagið vettvangur til að æfa sig

Bein áhrif á félagið
Sjálfbærara
– Tæknimenn, höfundar og leikstjórar innan félags
– Félagið stefnir að því að verða algjörlega sjálfbært
Aukning í starfsemi
– Einkum í styttri og fámennari verkum samhliða stærri uppsetningum
Aukið samstarf og samráð við önnur leikfélög
Meiri metnaður á öllum sviðum

Framsöguerindi 5 – Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Skólinn frá sjónarhóli nemanda

Guðmundur fór á fyrsta skólann 1997 og sagði það heldur en ekki hafa víkkað sjóndeildarhring sinn. Í framhaldi af því fór hann að leikstýra og kynna sér fleiri verkefni leikhússins heldur en að leika. Hann taldi hafa verið mjög nytsamlegt að kynnast hugmyndum annarra á skólanum. Síðar fór hann einnig á leikstjórnarnámskeið. Hann telur sig hafa öðlast aukið sjálfstraust við skólasetuna og er orðinn ófeimnari við að prófa nýja hluti. Einnig hefur hann kynnst fleiri leikfélögum sem hann hefur síðan jafnvel starfað með.
Guðmundur segir aðalhvörfin í lífi sínu hafa verið að fara á skólann.

Framsöguerindi 6 – Ágústa Skúladóttir
Skólinn frá sjónarhóli kennara
Áhrif og áhrifamáttur.
Ágústa byrjaði á að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Hún var stofnfélagi í leikhópnum Fantasíu. Upp úr því starfi ákvað hún að gera leiklist að ævistarfi sínu. Hún lærði að byggja sitt nám sjálf með því að sækja ýmis námskeið í stað þess að öðlast próf út einum ákveðnum skóla. Hún fór á þriggja mánaða námskeið í París og nam síðan í London. Fór að leikstýra árið 2000.

Ágústa byrjaði að vinna fyrir aðildarfélög Bandalagsins þegar hún kom heim að utan. Hún sagðist hafa fengið mikla mótun í Leiklistarskóla Bandalagsins sem leiklistarkennari og sagðist vera betri kennari eftir hvert námskeið. Ágústa telur að skólinn breyti fólki og landslagi í listum. Hún benti á Leikfélagið Sýnir því til stuðnings, það hefði sérstöðu sem útileikhús. Hún stofnaði leikhópinn Félag Flóna ásamt Snorra Engilbertssyni og Gunnari Birni Guðmundssyni eftir skólann 2004. Vinna þess hóps byggði á vinnu með dramatískan trúð úr skólanum. Hún ræddi einnig um að verk höfunda sem verið hafa á skólanum væru farin að sjást bæði í áhuga- og atvinnugeiranum auk þess sem leikstjórar úr skólanum væru farnir að ráðast til leikfélaganna.
Ágústa sagði skólann kenna fagleg vinnubrögð og metnað og vitnaði um að þar væri unnið af mikilli elju og ekkert verið að dingla sér. Einnig sagði hún frá því að hópurinn sem hún hefði kennt í sumar hefði einu sinni hist eftir skólann til að halda áfram að vinna.
Hún lauk framsögunni á orðunum:
Megn er máttur skólans, amen.

Ályktun frá Halaleikhópnum:
Félagsfundur í Halaleikhópnum 23. september 2006, beinir þeim tilmælum til Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga að námskeið á vegum skólans verði ávallt haldin á stöðum, sem eru aðgengilegir öllum.

Ásdís Úlfarsdóttir, formaður Halaleikhópsins, ræddi aðgengismál. Henni þótti slæmt hvað fyrirhuguð förðunarnámskeið voru flutt seint í húsnæði með góðu aðgengi þar sem hugsanlega hefðu fleiri sem bundnir eru við hjólastól haft áhuga á að sækja þau, ef þau hefðu verið auglýst á stað þar sem aðgengi væri fyrir hjólastóla. Einnig þótti henni slæmt að ekki væri aðgengi á salerni í Tryggvaskála þar sem hátiðarkvöldverður haustfundar yrði haldinn. Hún taldi þörf á að hnykkja á aðgengismálum, enn einu sinni, og vildi vísa athugasemdum til stjórnar Bandalagsins.

Umræður: 

Guðrún Halla þakkaði fyrir fróðlegar framsögur og svaraði athugasemdum um aðgengismál. Hún sagði Tryggvaskála hafa verið ódýrasta kostinn og sagði að alltaf þyrfti að reyna að stilla kostnaði leikfélaganna í hóf. Hún sagði stjórn Bandalagsins orðna mjög meðvitaða um aðgengismál. En af sömu ástæðum væri skólinn haldinn að Húsabakka, það væri langódýrasti kosturinn. En ætlunin er að laga þetta og samfélagsábyrgð að laga aðgengismál allsstaðar.

Hrund Ólafsdóttir sagði nánar frá tilurð Leikfélagsins Sýnir. Félagið var stofnað af nemendum á Húsabakka eftir að fyrsti skólinn hafði verið haldinn árið 1997. Það var stofnað á haustfundi Bandalagsins á Selfossi 1997. Hrund er þriðji formaður félagsins. Sýnir glímir nú við mannfæðarvandamál. Aðalfundi þurfti að fresta þar sem aðeins fjórir mættu á hann. Framhaldsaðalfundur verður auglýstur síðar. Félagið er hugsað sem vettvangur fyrir þá sem vilja einnig starfa á sumrin, ásamt því að starfa með öðrum leikfélögum á veturna.

Eymundur, formaður Leikfélags Rangæinga sagði sitt félag nýlega hafa hafið starfsemi að nýju. Hann auglýsti eftir ráðum til endurlífgunar leikfélags. Hann sagði félagið í lélegum tengslum við samfélagið og að erfitt væri að fá menn til að leika. Hann spurði hver væri besta leiðin til að fá fólk í leikfélagið sitt.

Lárus sagði frá því að Leikfélag Hafnarfjarðar hefði átt við tilvistarvandamál að etja. Þar var ákveðið að byrja að senda alla sem mögulega vildu fara á skólann, á kostnað félagsins. Reyndist það algjör vítamínsprauta fyrir félagið. Hann taldi þetta bestu fjárfestingu sem félag gæti gert og mælti með því við þau félög sem ættu í þessum vanda.
Lárus taldi víst að skólinn yrði fluttur, og þá vonandi á stað með góðu aðgengi. Hann vildi að upphaflegar hugmyndir Kára Halldórs yrðu teknar og skoðaðar með tilliti til framtíðar og að möguleikar á að tengja skólann inn í menntakerfið yrðu skoðaðir.

Guðrún Halla sagði það geta bjargað hvaða leikfélagi sem væri að skófla fólki í skólann.

Gísli Björn kvaðst hafa farið 3 ár í röð á skólann. Segist hann hafa orðið betri leikari við það auk þess sem það vakti áhuga hans á leikstjórn og leikritun. Hann var í leikfélagi sem nú er dautt. Ein úr því félagi fór í skólann. Það félag var 28 manna hópur, upphaflega, og var rekið með 25 ára aldurstakmarki. Endurnýjun varð engin í félaginu og í dag eru 3 af upprunalega hópnum starfandi í leiklist. Gísli telur unglingastarf mikilvægt ef halda á lífi í félögum. Hann sagðist einnig hafa starfað með Leikfélagi Hornafjarðar um tíma, en þar hafi borið á þreytu eftir margar stórar sýningar í röð.
Hann sagði borga sig að neyða fólk til að fara á skólann.

Þorgeir taldi að bestu ráðin í stöðu Eymundar væri að fá frá öflugum leikfélögum sem starfa í svipuðu umhverfi. Ekki taldi hann þó neinar allsherjarlausnir á þessu vandamáli.
Þorgeir sagðist hafa sótt skólann og kennt við hann. Sagði hann margt frábært hafa komið frá skólanum og að þar yrðu til safnhaugur af sköpun sem starfaði allan sólarhringinn. Lokadagurinn þar sem námskeiðunum er hrært saman og gerðar eru leiksýningar hefur sýnt að allt er hægt. Einstaklingar eru að nota skólann til að byggja upp leiklistarmenntun til að gera leiklist að ævistarfi, ekki ólíkt því sem Ágústa gerði. Ákveðin vandamál blasa við. Gott að prófa að vera annarsstaðar en á Húsabakka. Hugsanlega er aðsókn á leikstjórnarnámskeið að minnka. Ef til vill kominn tími á að skoða hugmyndir Kára Halldórs með tilliti til framtíðar.

Hrund sagði að sér hefði verið troðið inn í Bandalagið 1996 og á skólann 1997. Í upphafi ríkti svartsýni um þátttöku á skólanum. En einstaklingar vilja eyða tíma í námskeiðin. Það skiptir máli fyrir leikfélögin að mennta fólkið sitt. Hrund sagðist hafa byggt upp menntun á skólanum sem væri að nýtast sér mjög vel í starfi.
Hún þakkaði Gunnhildi og Sirrí frábæra skólastjórn í 10 ár.

Guðfinna Gunnarsdóttir, formaður Leikfélags Selfoss, sagði frá því að leikárið núna væri mjög öflugt hjá Leikfélagi Selfoss. Hún rakti það beint til þess að átta manns frá þeim hafi farið á skólann um sumarið. Hún mælti með því að Eiðamálinu yrði fylgt eftir og það skoðað ofan í kjölinn áður en farið væri að kanna aðra möguleika.

Kári Halldór: Var síðast á þingi 1991. Mætti stórum vegg þegar hann lagði til að Bandalagið stofnaði leiklistarskóla. Meðal annarra var fólk í skólanefndinni sem var á móti skólanum. Honum þótti ánægjulegt að heyra hvernig hefði gengið síðan.
Hann taldi menntaumhverfið hafa breyst frá 1991. Þekking sköpunarferla er að koma inn í starfsumhverfi. Þekkingarsköpun á sér stað. Hann taldi skólann góðan, þar sem þar kæmu menn sér beint að kjarna málsins vegna þess hve knappur tími er ætlaður hverju námskeiði. Það sem gerir það að verkum að fólk mætir í leikhús og veit að það skilur það sem fer fram. Tjáning er mikilvægasta verkfærið. Kennarar kenna eins og þeim er kennt. Óöryggi gerir það að verkum að menn fara að herma eftir fyrirmyndum.
Kári sagðist vera menntaður í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Þá voru hæfileikar taldir dularfullir og að ekki væri á allra færi að mennta sig í leiklist. Hann telur hins vegar áhuga og hugsjón eru lykilatriði fyrir þá sem vilja stunda leiklist, í hvaða formi sem hún er. Leiklist gerir ekki greinarmun á áhuga- og atvinnustarfsemi.

Málþingsgestum skipt í umræðuhópa.
Umræðurefni: Framtíðarsýn – Skólinn næstu 10 árin.
Menn voru hvattir til að hugsa stórt. Engin takmörk sett í hugmyndavinnu.

Hádegishlé og hópavinna.

Fundurinn kom saman að nýju kl. 14:30
Guðrún Halla Jónsdóttir kynnti nýja röðun embætta í skólanefnd. Hrefna Friðriksdóttir og Dýrleif Jónsdóttir hafa tekið við sem skólastýrur af Gunnhildi Sigurðardóttur og Sigríði Karlsdóttur. Hrefna hefur einnig tekið við formennsku í nefndinni af Gunnhildi.

Umræðuhópar kynntu niðurstöður:

Hópur 1
Gísli Björn Heimisson flutti niðurstöður hópsins:
Gísli Björn: Ekki spurning um atvinnu eða áhugaleikhús, Spurning um gott eða vont leikhús
Kári: Fá menntun í BÍL skólanum metna inn í skólakerfið.
Halla: Hvar stöndum við? Hvernig getum við haldið áfram?
Kári: Það sem hefur breyst á 15 árum frá gerð skemans er að hægt væri að stytta það og þjappa námsefninu.
Írisi fannst skólinn eins og hann er í dag vera frábærlega uppbyggður, ekki hægt að koma öllum að ef allir vilja koma í hann.
Halla: Ef farið yrði að Eiðum, breyttist það.
Íris: Bæta þarf kynningu útávið.
Halla: Fólk fór að spyrja út í skólann og segist ætla að fara í skólann á næsta ári.
Silja Björk Huldudóttir skrifaði grein um skólann í Morgunblaðið.
Kári: Þetta er spurningin um hvernig BÍL staðsetur sig. Hann spurði hvers vegna BÍL staðsetti sig ekki með skátum og íþróttarfélögum.
Halla: Við þurfum að gera okkur áberandi á öllum sviðum.
Brynhildur: Leikfélagið hennar vildi gjarnan vera sett undir sama hatt og ungmennafélagið.
Kári: Íþróttafélög eru ekki fyrirbyggjandi
Íris spurði hvort námskeið fyrir unglinga hefðu verið haldin á skólanum. Dilla svaraði sagði að það hefði verið reynt og hefði verið fellt niður vegna þátttökuleysis.
Kári: Ekki horfa í hvað hlutir kosta, ef það er gert þá er verið að búa til hindrun sem, ef ekki er horft í það, þá er það leyst ef hugmyndin fær að blómstra.
Íris: Ef hægt væri að skikka unga fólkið (1-2 úr hverju félagi) til að fara í skólann þá myndu þau ekki sjá eftir því.
Gísli og Brynhildur: Hugmynd að samtvinna alla hluta leikhúsvinnunnar í mismunandi námskeiðum á einu starfsári (8 dögum) leiklistarskólans.
Kári: Innra starf skólans og síðan samfélagsafl eru tveir pólar á þessu. Er eftirsóknarvert fyrir markaðsöflin í þjóðfélaginu, grasrótarhreyfingin er eftirsóknarverð.
Halla: Er hægt að kynna okkur út á við sem sköpunarferlisskóla.
Íris: Hvar verður sagt stopp, þegar nemendur eru komnir upp í 80?
Kári. Af hverju væri ekki hægt að vera með 80 manna námskeið allt sumarið (allt árið). Þetta verður aldrei eins og 800 manna fyrirlestur í HÍ, þetta er maður á mann, þetta er handverksmenntun. Allt of mikið vera að sleikja sér upp við Akademíuna. Það hefur sett lok á listrænt ferli.
– Rabbað um Philippe Gaulliere skólann hennar Ágústu.
Íris: Ætti að skoða uppbyggingu þess skóla og miða við það?
Kári: Gaulliere skólinn er allur miðaður við leikara, ekki leikstjóra eða leikritun.
Gísli: Væri hægt að setja upp námskeið sem tækju 2-3 ár og gerð yrðu þá kröfu á nemendurna að þeir myndu vera í náminu þessi 2-3 ár? Skrá sig semsagt samtímis á leikstjórn I, II og III?
Halla, Íris, Brynhildur og Kári töluðu um styrki til náms í skólanum.
Kári: Fyrirtæki eiga að styrkja fólk á hvaða námskeið sem er, gerð hefur verið könnun sem styður þetta.
– Almennar umræður um sýningarstjórn.
– Skólinn ætti að verða hreyfinga- og breytingaafl

Hópur 2
Lárus kynnti niðurstöður.
Skólinn – Sjálfstætt menntasetur

Stækkun
– Við sjáum skólann verða stærri þar sem verði pláss á sumrin fyrir tæknivinnu

Húsakostur
– Skóla sem býður upp á viðameiri starfsemi – staðsetningar ræddar
-Eiðar – Hrafnagil – Laugar í Sælingsdal

Hrós
– Áfram fyrirlestrarhelgar! Væri hægt að vera með helgarbústnámskeið á veturna – þar sem skólinn væri kynntur og kveikt í fólki. Forsmekkur?

Tengja
– Skoða tengsl við skólakerfið – hyggilegast að tala við hvern skóla fyrir sig

Samvinna
– Bjóða upp á unglinganámskeið á öðrum tíma – hugsanlega haust

– Námskeið fyrir leiðbeinendur – tenging við kennaraháskólann

– Nemendaskipti – gestakennarar – samstarf við erlenda skóla

Nýr stíll
– Þverfagleg vinna – t.d. námskeið með leikstjórum og höfundum, workshop með stærri einingum – sambræðsla í stórum stíl, en hafa einnig minni námskeið í boði

Græða
– Ýta undir einstaklingsstyrkjakerfi – kynna innan stéttarfélaga

Kynna meira
– Vinna að gerð kynningarefnis

Kjörorð
– Framþróun – símenntun – endurmenntun

Hópur 3
Leiklistarskóli BÍL – Framtíðarsýn til næstu 10 ára

Embla – hópstjóri
Gerður
Siggi
Örn
Helga Jóns
Hrönn
Ármann
Björn

Eftir 10 ár:

Verðum búin að byggja eigið húsnæði!
Aðgengi komið í lag – mikið rætt

Viðurkenning á náminu? Á hvaða stigi?
Kynna fyrir stéttarfélögum, stuðningur við endurmenntun og símenntun, kreatív vinna “inn”
Almenn viðurkenning á náminu? Til hvers?
Viljum við unga út atvinnufólki?
Leikfélag geti menntað fólk á öllum sviðum leikhússins – byggja upp tækninámskeið

Hversu mikil áhersla á að fá fólk inn í leikfélögin?
Er skólinn bara fyrir félögin, eða viljum við fá fleiri?
Breyta tímanum?

Unglingastarf: Samstarf við skóla/opinbera kerfið, sumarbúðir, vinnuskólar

Hvað viljum við gera með skólann?
Hversu marga þolir skólinn? (Ekki bara spurning um húspláss…)
Fyrst og fremst fyrir fólkið úr leikfélögunum

Grunnnám og framhaldsnám – alltaf hægt að bæta við sig

Vernda og passa það energí og þann sköpunarkraft sem einkennir skólann – eldfjallið Ármann

Sér vefsíða

Veikleikar: Húsnæðið, erfitt að skipuleggja námskeið þegar þátttaka er óviss

Ath!
Hver er tilgangur skólans? Hlutverk og markmið. Áhuga- og atvinnumennska

Hópur 4
Þorgeir Tryggvason kynnti niðurstöður

Toggi
Elli
Gunna Stína
Ásdís
Gummi lú
Hrund

Skólinn eftir 10 ár:
Þungamiðja áhugaleikhússins, hið skapandi hjarta hreyfingarinnar.

Hvernig verður íslenskt áhugaleikhús eftir 10 ár.
Skólinn verður enn mikilvægari og sýnilegri og þekktari og flottari.
Mikilvægt að gera hann að sameign allra leikfélaganna. Nauðsynlegt að efla tengsl allra leikfélaganna við hann. Má gera betur.

Erindreka. Stjórnarmenn sem eru með leikfélög í fóstri. Þeir sem koma úr skólanum þurfa að koma heim og vitna fyrir nágrannaleikfélög. Lagt fyrir á lokadegi. Trúboð? Fjölbreyttara form á skólanum. Ljóst að með því að hafa hann alltaf svona er alltaf verið að útiloka sama fólkið. Einskorða ekki allar áherslurnar á eitt form. Til að fleiri geti nýtt sér. Lotunám, farnám. Efla samvinnu leikfélaga nemendanna og skólans. Félag skuldbindur sig til að fela nemendum verkefni í stíl við nám. Kennarar í sambandi við nemendur sína á milli. Samþætta með því samband skóla og leikfélaga.

Af hverju senda félög ekki?
Félög sem gengur mjög illa í, eins mjög vel, og hafa ekki hvata til að fara á skólann.

Jafnvægi á milli hefða og nýjunga. Nýta það sem vel hefur gengið, líka svigrúm til að koma með nýjungar. Það þarf að bjóða upp á grunnám. Líka að sinna þeim sem eru að mennta sig meira og meira. Hafa puttana á púlsinum í því hvað er að gerast í leikhúslífinu. Hafa í huga að þeir sem tala hæst um hvað ætti að vera í skólanum hafa verið þar oft, þarf að sinna þörfum fleiri. Stundum þarf það sama aftur.

Nemendur nota skólann eins og þeim sýnist. Engin stjórn á því hvað nemendur koma til með að sækja.

Óskalisti:
Námskeið í dansleikhúsi
Námskeið fyrir fólk sem vill vinna með börnum og unglingumj
Nauðsyn fjölbreytni
Skóli fyrir alla
Erindrekar
Útlendir kennarar í heimsókn
Menn sem koma með nýja hluti og nýja sýn og hrista upp í hlutunum

Hópur 5
Fannar Víðir Haraldsson kynnti niðurstöður með aðstoð hópsins

Umræða um framtíð leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga
Í umræðunni tóku þátt:
Margrét Tryggvadóttir
Fannar Víðir Haraldsson
Stefán Ólafsson
Halla Rún Tryggvadóttir
Ólöf Þórðardóttir
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
María Jónsdóttir
Berglind Ásgeirsdóttir

Hvað viljum við sjá í framtíðinni hjá leiklistarskólanum?
– Aðgengi fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér milli staða án aðstoðar.
– Pláss fyrir nemendur.
– Hvenig er hægt að trekkja fólk að skólanum?
– Tækninámskeiðin eru á undanhaldi.
– Skólinn þarf ekki alltaf að vera á sama stað! Til dæmis gæti leiklist eitt verið í Keflavík eitt árið og svo framveigis.
– Að hann væri líka alþjóðlegur fá útlenska kennara til að koma og kenna við skólann.
– Kannski gæti skólinn verið “farskóli”, færst á milli landshluta á milli ára. Samt aldrei í þéttbýli.
– Athuga hvernig yrði tekið í þá hugmynd að fá húsnæði á Miðnesheiði (varnaliðsstöðinni)
– Fjölsklduvænn skóli? Maka og fölskyldu dagskrá?
– Kannski of langur tími í senn? Hópaskipting örari?
– Leiklistarvika fjölskyldunnar?
– Hýsing væri ekki vandamál þar sem landsvæðið við skólan er nægilegt fyrir tjöld og tjaldvagna
– Leiklist eitt á hverju ári? Götuleikhús, þar sem félög eru gjarnan að sjá um 17 júní og aðrar bæjarhátíðir í sínu bæjarfélagi?
– Að námið verði metið inn í framhaldsskóla.
– Betri upplýsingar á skólanum, hvernig eyðum við út formannsflöskuhálsunum?
– Ætti að vera linkur af heimasíðu leikfélaga að upplýsingum um skólann.
– Upplýsingar sem sendar eru formanni ætti að vera aðgengilegar á netinu óskert.
– Ætti ljósanámskeið að vera farandsnámskeið?
– Myndi skólinn aðstoða leikfélög við að halda tækninámskeið í sínu nafni í heimabyggð?
– Skólinn yrði örgrandi metnaðarfullur og færri kæmust að en vildu.
– Ekki er lengur skólinn auglýstur í dagblaði?
– Gera allt sem við getum til að auglýsa skólan hvar sem við erum!!!
– Skólinn er ekki bara fyrir leikfélög!
– Ef það virkar skal ekki breyta.
– Skólinn er við, og við erum frábær
– Enginn er samur sem þaðan kemur!
– Famtíðarsýn okkur er að skólinn haldi áfram að vera ögrandi og metnaðarfullur eins og hann hefur verið síðustu 10 ár og gefi okkur áfram tækifæri á að eflast og dafna í starfi.

Umræður:

Þorgeir: Gleymdi að segja að hópur 4 beinir því til húsnæðisnefndar að einbeita sér að Eiðum til að byrja með til að kraftar dreifist ekki.

Gísli: Kynning á skólanum. Er möguleiki að fara “kosningaferðalag” um landið og boða til fundar með félögunum sem ekki hafa sent fólk. Senda kynningardisk um skólann til félaganna. Hálftíma efni, fá Út og suður-þáttinn.

Hjalti: Ósammála Þorgeiri. Þótti rétt að finna besta staðinn, ekki einblína á einn möguleika.

Halldór: Vildi skoða alla kosti, óljóst um framtíð Eiða, ólíklegt að allir væru til í dýnugistingu. Hann upplýsti fundinn um skólann að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Byggður 1974, búið að endurnýja allt aðgengi að heimavist, mötuneyti og öðru húsnæði. Hefur verið mikil stækkun í kennsluhúsnæði. Sundlaug og félagsheimili er með aðgengi í lagi, Freyvangsleikhúsið er að fara í endurbyggingu og aðlaga það að leikhúsrekstri. Ráðamenn í Eyjafjarðarsveit hafa verið mjög jákvæðir í garð þessarar starfsemi. Mælir með að við þá verði talað.

Björn Margeir: Vangavelta um hvað skólinn getur gert; Hugleikur orðinn sjálfbær, enginn leikstjóri var ráðinn síðasta ár en samt var metár í starfsemi. Og Hugleikur á metið í að senda fólk á skólann. Tilviljun?

Lárus: Varðandi raddir um að við séum að mennta “atvinnufólk”, þá þótti honum það gott mál ef fólk getur sótt skólann og gert í framhaldinu leiklist að ævistarfi. Hann taldi að áhugahreyfingin ætti ekki að letja fólk til þess. Leiklistarstarf í landinu tengist allt og nauðsynlegt að efla hana og styrkja á öllum póstum.
Hvernig væri að vera með skólann á ferðinni, hafa hann í húsbílum og vera þar sem sólin er og í kringum skóla eða félagsheimili? Bandalagið reki húsbílaleigu þess á milli.

Kári Halldór ræddi um snertifleti við atvinnulífið og samfélagið. Láta sveitarfélög bjóða í að fá að hafa skólann. Síþjálfun. Hvaða síþjálfun á sér stað? Sjálfsþjálfun, möguleikar í sjálfsþjálfun. Þekkingin er í nemendum. Námsefnið eru þátttakendurnir. Prógrammið fer eftir nemendunum. Ekki mötun. Þróun í skólanum. Fá hóp úr háskóla til að finna út úr sem verkefni. Kostar ekki krónu, en myndar tengsl, HA, HR, Bifröst. Á eftir að verða þýðingarmeira. Arðsemi listsköpunar. Áhugaleiklist er hluti af þessu öllusaman.

Gerður: Frábært að menn fari út í atvinnumennsku en á það að vera stefna skólans, samt? Alltaf einhverjir fara út í leiklist sem aðalstarf.

Sirrí Karls: Heldur að skólinn hafi hjálpað mönnum af stað út í leiklistarnám og síðan atvinnumennsku.

Hrund: Umræðan atvinnu- áhuga óþörf. Hver nýtir skólann eins og honum hentar. Frábært að við, sjálfboðahreyfing, skulum standa fyrir þessu. Þarf að hugsa um hversu margir ættu að vera á skólanum. Verkstæði er á Eiðum. Hægt að hafa allskonar smíði. Uppsetning á heilli leiksýningu sem væri sýnd í lokin. Minnti á sýninguna á Sumargestum frá skólanum 1999.

Agnes Drífa: Virkja innflytjendur í leiklistarstarfið. Ekki allir sem tala góða íslensku, hafa valkost um að námskeið sé hugsanlega á ensku til að mæta fjölmenningarsamfélaginu sem við búum í. Ítrekaði námskeið í að kenna ungmennum. Leiklist sem vopn gegn einelti. Félög fari inn í skólana með leiklistarkennslu.

Hrefna þakkkaði fyrir þessa frjóu umræðu. Allir tóku virkan þátt í umræðunni. Skoða þarf hvert markmið skólans er, hvort sem það er að styrkja félögin í sínu starfi, auglýsa leiklistina, mennta fólk. Við höfum takmarkaða krafta, gott að velja meginmarkmið, athuga þarf hvað skilar okkur í átt að meginmarkmiðiðnu.