ImageLeikfélagið Sokkabandið frumsýndi þann 15. janúar sl. leikritið Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það eru þeir Egill Heiðar Anton Pálsson og Jón Atli Jónasson sem leiða saman hesta sína í annað skipti í Hafnarfjarðarleikhúsinu með verkinu Mindcamp en Egill leikstýrði verki Jóns Atla, Rambo 7 sem sýnt var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins sl. vor.

Þessi sýning er unnin eftir „devised“ leikhúshefðinni þar  sem unnið er upp úr textum úr öllum áttum. Leikverkið Beðið eftir Godot sem fagnaði fimmtíu ára  afmæli á síðast ári skýtur upp kollinum í verkinu ásamt ýmsum fróðleik t.d. um hagfræði, tölfræði og sálfræði.

Með hlutverk fara Jón Páll Eyjólfsson, Elma Lísa  Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachman og Arndís Egilsdóttir.
Um tónlist sér Hallur Ingólfsson og hreyfingar Halla  Ólafsdóttir.