Leikfélag Hörgdæla sýnir um þessar mundir leikritið Með fullri reisn fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. Þegar hafa verið sýndar 18 sýningar en áætlaðar eru 30 sýningar. Uppselt er á þær allar og nokkur hundruð manns eru á biðlista. Það stefnir í að áhorfendafjöldi verði hátt í 3.000 manns. Síðasta sýning verður 7. maí, en það verður þrítugasta sýning.

Leikarar í sýningunni eru flestallir bændur í Hörgársveit og þegar komið er fram í maí verður að hætta sýningum þar sem sauðburður verður kominn í fullan gang. Þeim sem ekki komast á sýninguna er bent á að á vef Hörgársveitar er hægt að nálgast bráðskemmtileg dagatöl þar sem aðalleikararnir úr sýningunni sitja naktir fyrir við bústörfin. Af myndunum að dæma virðast bústörfin vera leikur einn.

19. sýning · fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00
20. sýning · föstudaginn 15. apríl kl. 20:30
21. sýning · laugardaginn 16. apríl kl. 20:30
22. sýning · þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:30
23. sýning · miðvikudaginn 20. apríl kl. 20:30
24. sýning · fimmtudaginn 21. apríl kl. 20:30
25. sýning · laugardaginn 23. apríl kl. 20:30
26. sýning · föstudaginn 29. apríl kl. 20:30
27. sýning · laugardaginn 30. apríl kl. 20:30
28. sýning · fimmtudaginn 5. maí kl. 20:30
29. sýning · föstudaginn 6. maí kl. 20:30
30. sýning · laugardaginn 7. maí kl. 20:30 · LOKASÝNING

{mos_fb_discuss:2}