Föstudaginn 2. nóvember frumsýndi Freyvangsleikhúsið leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur í minni sal Freyvangs. Leikstjóri er Daníel Freyr Jónsson. Viðtökur á verkinu voru góðar og voru það brosandi og jafnframt hugsandi leikhúsgestir sem fóru frá Freyvangi.

Í Memento mori er skyggnst inn í heim fólks sem nýtur þeirrar blessunar – eða er það bölvun? – að geta ekki dáið. Þessar ódauðlegu verur velta fyrir sér lífinu, dauðanum og ódauðleikanum, og brugðið er upp svipmyndum af fortíð þeirra. Þegar á líður koma tengsl þeirra betur í ljós og þar kemur að þær hljóta að taka afstöðu til fortíðarinnar og ódauðleikans. Leikritið er framúrstefnuleg blanda af drama og húmor, heimspekilegum hugleiðingum, rómantík og fáránleika.

Einungis verður sýnt í október þar sem stefnt er að því að sýna Kabarett 2009 fyrstu helgina í nóvember og því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Hægt er að panta miða í síma 857 5598 og eru þeir einnig seldir í Pennanum-Eymundsson. Miðaverð er einungis 1.500 kr.

{mos_fb_discuss:2}