Leikfélag Hveragerðis frumsýnir föstudagskvöldið 1. mars klukkan 20.00 sprenghlægilega farsann Með vífið í lúkunum eftir breska leikskáldið Ray Cooney. Leikritið fjallar um leigubílstjórann Jón Michelsen sem býr bæði á Selfossi og í Hveragerði með tveimur konum, einni á hvorum stað án þess að önnur viti af hinni. Leikarar eru átta en með helstu hlutverk fara Davíð Kárason, Hrafnhildur Faulk og Árný Rún Helgadóttir. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Næstu sýningar eru 3. 6. og 8 mars. Sýningar eru í Leikhúsinu Austurmörk 23.
Miðaverð er 2.000 kr. en 1700 kr. fyrir hópa 15 manns eða fleiri.
Miðapantanir í síma 863-8522 og á hveroleikhus@gmail.com