Leikfélag Kópavogs á fimmtugsafmæli í ár og því er nóg um að vera á þeim bænum í vor. Félagið sýnir nú annað verk sitt á þessu ári.

Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýndi í gærkvöldi, fimmtudag 22. mars, leikverkið Martröð. Verkið er byggt á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Martröð er að miklu leyti unnin og sýnd í spuna.

Leikstjórn er í höndum Sigurþórs Alberts Heimissonar.

martrod.gifHægt er að panta miða í síma 823 9700 eða á miðasala@kopleik.is
Næstu sýningar eru:

Laugardag 24. mars
Miðvikudag 28. mars
Fimmtudag 29. mars

Einnig eru síðustu sýningar á verkinu Allt og ekkert í Kópavogi laugardaginn 24. mars og sunnudag 25. mars.

Báðar eru sýningarnar sýndar í Hjáleigunni, við Félagsheimili Kópavogs.

Nánari upplýsingar má finna á vef Leikfélags Kópavogs.

{mos_fb_discuss:2}