Leikfélag Ölfus frumsýnir gamanleikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Bachman föstudaginn 16. október í Versölum í Þorlákshöfn. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Verkið fjallar um eldri konu sem kemur heim með mann sem hún fann í bílnum sínum. Sá hefur misst minnið og man t.d. ekki hver hann er eða hvar hann býr. Maðurinn er í mislitum sokkum og hvað segir það um hann?
Með hlutverk fara Þrúður Sigurðardóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Arnar Gísli Sæmundsson, Hulda Gunnarsdóttir, Róbert Karl Ingimundarson, Hallgrímur Páll Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir og Ottó Rafn Halldórsson.
Miða er hægt að nálgast í forsölu hjá Jóhönnu Haraldsdóttur í síma 692-2761 og í apótekinu í Þorlákshöfn. Annars hefst miðasala klukkustund fyrir sýningu í Versölum. Miðaverð kr. 1800 en kr. 1500 ef um er að ræða hóp 25 manns eða fleiri. Fari hópur yfir 50 manns kostar miðinn aðeins kr. 1200.
Fyrstu sýningar:
Frumsýning 16. október
Sunnudagur 18. október
Þriðjudagur 20. október
Föstudagur 23. október
Laugardagur 24. október
Þriðjudagur 27. október
{mos_fb_discuss:2}