LÓKAL – alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík – er nú haldin í fjórða sinn. Hátíðin hefur frá upphafi haft tónlistarhátíðina Airwaves sem fyrirmynd, á LÓKAL er boðið upp á innlendar og erlendar sviðslistir sem þykja hvað markverðastar og nýstárlegastar hverju sinni. Á fjórum dögum gefst gestum tækifæri til að sækja þrettán viðburði, ganga í listabjörg og koma út aftur með innsýn í samtíma sviðslistir.

Á hverri LÓKAL hátíð sem haldin hefur verið hingað til hefur íslenskum eða erlendum sviðslistahópum sem fram á henni hafa komið verið boðið á stærri og þekktari hátíðir erlendis. Má þar nefna franska hópinn Vivarium Studio sem sýndi á fyrstu hátíðinni, 2008, verkið L´ Effet de Sérge, var það í fyrsta skipti sem það verk var sýnt utan Frakklands, en héðan fór verkið á listahátíðina í Tampere (útsendari þeirrar hátíðar sótti Reykjavík heim). Þar með hófst óslitin sigurganga Vivarium Studio sem hefur farið með sýningar sínar um allan heim. Annað, nýlegt dæmi er íslenski hópurinn Kviss Búmm Bang. Útsendarar listahátíðarinnar í Vínarborg, einar þeirrar stærstu í Evrópu, komu tvisvar sinnum á LÓKAL til að sjá KBB og buðu þeim loks að sýna verk sitt „Eðlileikarnir“ á hátíðinni í Vínarborg sl. vor.

Auk þeirra valinkunnu listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár sækja okkur heim gestir frá hátíðum víðsvegar um heiminn enda hefur LÓKAL áunnið sér það orðspor að bjóða upp á leiksýningar sem bragð er af! Nú er staðfest að fulltrúar eftirtalinna hátíða og leikhúsa sækja LÓKAL heim í ár: Wiener Festwochen (Vínarborg), Baltic Circle (Helsinki), SPILL Festival (London), In Between Time (Bristol), Inkonst (Málmey), Entrée Scenen (Árósar), Junge Hunde (Árósar),  Bush Theatre (London)

Dagskrá LÓKAL 2011:

school_of_transformationHerbergi 408 & Mobile Homes (Reykjavík – Oslo):

School of Transformation (2011)

Röddin:
skýrðu muninn á neytanda og fíkli!
skýrðu muninn á innkaupum og kosningum!
skýrðu muninn á hlýnun jarðar og efnahagslegri útþenslu!
skýrðu muninn á mönnum og dýrum!
skýrðu muninn á anda og líkama!
skýrðu muninn á raunveruleika og sýndarveruleika!
skýrðu muninn á ást og peningum!

„School of Transformation“ er gagnvirkt leikverk um Netið; hinn
hnattræna leikvöll þar sem sviðsetning, neysluhyggja og langanir stýra hegðun manna.

Þessi fimm tíma skemmtun leiðir áhorfendur í gegnum einstakt ferli þar sem komist er að kjarna málsins með leikrænni upplifun, fræðslu og veitingum. Áhorfandinn, sem er þátttakandi um leið, sest á skólabekk og lærir að skilja betur afleiðingar ákvarðana sinna, um leið og frumstæðar hvatir hans og kraftar veita honum færi á að nýta áunna menntun sína tafarlaust!

Sýningin er samvinnuverkefni netleikhússins Herbergi 408 (tilnefnt til Prix-Europa verðlaunanna 2010) og norska leikhópsins Mobile Homes.

www.herbergi408.is/

the_islandMagnadóttir, Olafson, McPherson & Einarsson (Winnipeg – Reykjavík):

The Island (2011)

Íslendingarnir Friðgeir Einarsson og Ingibjörg Magnadóttir og Kanadabúarnir Arne McPherson og Freya Olafson leiða saman hesta sína á leiksviðinu, með það að markmiði að byggja brú á milli heimsálfa og tengja saman Íslendinga vestan hafs og austan. „Eyjan“ er tilraun þeirra til þess að skapa vettvang fyrir ólíkar leikhúsaðferðir, byggðar á myndlist, dansi og leiklist. Sýningin fjallar um félagslega einangrun í samfélagi nútímans, en leitast við að spegla hana í því rofi sem varð á milli brottfluttra Íslendinga í Kanada á 19. öld og samlanda þeirra heima á Íslandi. Könnuð eru landamærin sem liggja á milli manna, einsemdin og löngunin til þess að hafa samneyti við annað fólk.
Verkefnið er samstarfsverkefni LÓKAL og Núna/Now í Winnipeg. Sýningin er á ensku

verdi_therad_goduÉg og Vinir mínir (Reykjavík):

Verði þér að góðu (2011)

Árið 2009 vakti leikhópurinn Ég og vinir mínir verskuldaða athygli með sýningunni „Húmanímal“, en listamennirnir – sem koma úr hinum ýmsu listgreinum – hafa það að markmiði að kanna hegðun mannsins og hvatalíf. Í nýjasta verki hópsins, „Verði þér að góðu“, leitast meðlimir hópsins við að krjúfa „partýljónið“; svipta hulunni af einsemd þess og ótta. Varpað er ljósi á sjálfsvarnaraðferðir félagsverunnar, en þær felast oftar en ekki í dansmennt, yfirdrifinni hegðun og þrá eftir raunverulegum tengslum við annað fólk. Sem fyrr byggja Ég og vinir mínir á sameiginlegri reynslu meðlima hópsins og rannsóknum. Dramatísk átök, dans, tónlist og myndræn útfærsla mynda fjölbreytta, fyndna og vandaða leiksýningu sem kemur stöðugt á óvart.

Leikhópinn Ég og Vinir mínir myndar framvarðasveit ungra leikhúslistamanna á Íslandi: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Friðrik Friðriksson, Gísli Galdur,  Jörundur Ragnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Rósa Hrund Kristjánsdóttir,  Saga Sigurðardóttir og Sveinn Ólafur  Gunnarsson. 
Sýningin verður flutt tvisvar sinnum; á íslensku og ensku.

www.meandmyfriends.org/

eternal_smileVerk Produksjoner (Oslo):

Brosið eilífa (2011)

Árið 1920 sendi sænski rithöfundurinn Pär Lagerkvist frá sér skáldsöguna „Den Evige Leanda“; sögu um hóp af látnu fólki sem bíður í myrkrinu á ókunnum stað. Þau reyna að drepa tímann – eða eilífðina – með því að spjalla saman, en þegar þúsundir ára eru liðnar vex óþreyjan innra með þeim og þau taka að spyrja spurninga sem varða tilganginn með tilvist þeirra. Loks heldur söfnuður þessi af stað, að leita að Guði, í von um að hann reynist þess umkominn að lækna sálarkröm þeirra.

Leikhópurinn Verk Produksjoner hefur á síðustu misserum sett á svið afar áhugaverðar leiksýningar í Blac Box leikhúsinu í Osló. Hópurinn er þekktur fyrir epískan leikstíl sem þau byggja að nokkru leyti á vaudeville-hefð og gæðir sýningarnar háðskum og pólitískum undirtón.

„Brosið eilífa“ er tilnefnt til norsku leiklistarverðlaunanna árið 2011 (Hedda-Prisen) í flokknum „leiksýning ársins“. Sýningin er á ensku.

www. verkproduksjoner.no

entertainmentOblivia (Helsinki):

Skemmtieyjan 1, 2, 3 – þríleikur (2009-2011))

Leikhópurinn Oblivia brýst í gegnum gljá
andi yfirborð skemmtanaiðnaðarins og dægurmenningarinnar og lýsir veröldina að innan í leit að myrkum afkimum hennar. Hinn bráðfyndni þríleikur um „skemmtanaeyjuna“ er tilraun Oblivia til þess að búa til afar persónulega skemmtun með því að nota sér hin ýmsu einkenni skemmtanaiðnaðarins. Sýningin samanstendur af verkum sem sett voru á svið á árunum 2008 – 2010 en hafa nú verið felld saman svo að þau mynda heils kvölds leiksýningu.

Oblivia-hópurinn var stofnaður í Helsinki árið 2000, en hópinn mynda listamenn frá ýmsum löndum, enda er það eitt af markmiðum hans að brúa bilið á milli listgreina og þjóða með mínímalískri leiklist.
Oblivia var á tímabili hirðleikhópur hins fræga Kiasma nútímalistasafns í Helsinki.
Sýningin er á ensku.

www. oblivia.fi

phobophilia2boysTV (Montreal):

Phobophilia (2009)

Tuttuguogfjórir áhorfendur koma saman. Það er bundið fyrir augu þeira og þeir leiddir á afvikinn stað.Þar verða þeir vitni að undarlegri yfirheyrslu sem byggir á textum eftir Jean Cocteau.  Phobophilia (þýtt sem „hræðsluást“) er flókin blanda af hljóðmyndum, athöfnum, ritúali og vídeólist. Sýningin er súrrealísk, draumkennt könnun á ótta, unaði, gægjuþörf og myndefni úr styrjöldum.

Listamennirnir Stephen Lawson and Aaron Pollard mynda tvíeykið 2boys.tv. Þeir hafa unnið saman síðan 2002; búið til og sýnt fjöldann allan af verkum sem flokka mætti undir kabarett-sýningar, vídeólistaverk og innsetningar. Þeir hafa komið fram í klúbbum, galleríum, söfnum, leikhúsum og á leiklistarhátíðum um allan heim og vöktu mikla athygli á hátíðinni Under The Radar í New York í janúar s.l.

www. 2boys.tv

fjallaeyvindurAldrei óstelandi (Reykjavík):

Fjalla-Eyvindur (2011)

Fjalla-Eyvindur er byggður á vinsælli þjóðsögu um efnaða unga konu sem gefur allt upp á bátinn til að sameinast útlaga elskhuga sínum, sauðaþjófi, á fjöllum. Leikritið var skrifað árið 1911 og telst til sígildra íslenskra leikbókmennta. Það vakti gífurlega athygli á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og árið 1917 gerði sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Victor Sjöström eigin útgáfu af verkinu í samnefndri kvikmynd. Höfundurinn, Jóhann Sigurjónsson, var hylltur af samferðamönnum sínum í gagnrýnendastétt sem jafnoki Ibsens og Strindbergs. Önnur verk Jóhanns náðu þó aldrei sama máli og Fjalla-Eyvindur.

Í uppsetningu Aldrei óstelandi er verkið tekið í sundur, því raðað saman á nýstárlegan hátt þar sem m.a. er notast við gamlar upptökur af leikritinu sem gerðar voru fyrir útvarp. Sviðsmyndin er einföld, lýsingin sömuleiðis. Útkoman er þétt og kjarnyrt sýning, sem fjallar um flókið ástarsamband og fórnarhug í fjandsamlegu umhverfi.

Up&Coming:

Á LÓKAL í ár er þremur nýútskrifuðum sviðslistamönnum úr Fræði og Framkvæmd í LHÍ boðið að sýna útskriftarverk sín. Hér opnast gluggi inn í framtíð íslenskra sviðslista. Verkin eru: Svörður fyrir sálina eftir Aude Busson, Grande eftir Tyrfing Tyrfingsson og Dagskrá um eldingar eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur.

Now/Núna

Listahátíðin Núna/Now miðar að því að kynna íslenska list fyrir íbúum Kanada. Á Núna/Now hafa listamenn á borð við Ólöfu Arnalds, Ragnar Kjartansson, Harald Jónsson, Hulda Stefánsdóttir og Ég og vinir mínir komið fram og sýnt list sína. Núna/Now er því mikilvægur hlekkur og stór innflytjandi framúrskarandi íslenskra listviðburða vestan hafs.

Í ár heimsækja fulltrúar Núna/Now í Winnipeg okkur Íslendinga og bjóða upp á dagskrá sem þau kalla Now/Núna. Um er að ræða fjóra viðburði ; einleik, tónlist, kvikmyndir og klippimyndapartý þar sem gestum og gangandi er boðið að taka þátt.  Listamennirnir eru þau: Deb Patterson, Jaimz Asmundsson,

{mos_fb_discuss:3}