Bandalag íslenskra leikfélaga varð fyrir miklu tjóni þegar brotist var inn á skrifstofu þess á Suðurlandsbrautinni aðfaranótt mánudagsins og öllum tölvubúnaði hennar stolið. Vegna þessa verður skrifstofan lokuð um óákveðinn tíma. Því miður glataðist allt bókhald fyrirtækisins og því þarf að setja upp nýtt sölukerfi áður en hægt verður að opna fyrir verslunina á ný.

Tölvurnar 4 sem stolið var voru allar Makkar, sú verðmætasta af tegundinni iMac 24″ en það er sambyggð tölva og skjár eins og sést  á meðfylgjandi mynd. Hinar eru Mac Mini og tveir turnar af gerðinni PowerMac G4, annar silfurlitur og hinn blár. Ef þið verðið vör við að einhverjir séu að reyna að koma svona vélum í verð vinsamlegast látið þá Vilborgu vita í síma 8968124.