Fimmtudaginn 21. febrúar gefst áhugasömum kostur á að sjá nokkar sýningar ungs fólks sem allar tengjast líkamanum með einum eða öðrum hætti. Sýningarnar eru afrakstur samstarfsverkefnis Borgarleikhússins, LHÍ og Hins Hússins. Verkin fjalla öll að einhverju leyti um líkamann.

Hóparnir vinna undir handleiðslu útskriftarnema Leiklistardeildar LHÍ en aðrir 2. árs nemar skólans munu einnig sína verk á kvöldinu sem unnin eru í tengslum við námskeið sem fjallar um líkamann í sviðslistum. 10. bekkur Austurbæjarskóla og nemendur af listasviði FB sýna verk sem urðu hlutskörpust í hugmyndasamkeppni Borgarleikhússins “Viltu láta rödd þína heyrast?”. 3. árs leikaranemar munu sýna dansleikhúsverk undir stjórn Ólafar Ingólfsdóttur. Sérstakir gestir eru vinnishópurinn úr Skrekk frá Hlíðarskóla en verk þeirra fjallar einmitt um líkamann. Götuleikhús unga fólksins mun byrja dagskrána utan húss. Aðgangur er ókeypis!

{mos_fb_discuss:2}