Í október verður boðið upp á tækninámskeið sem nýst geta vel leikfélögum á Austurlandi og nágrenni.

 

Helgina 12. – 14. október verður haldið ljósanámskeið fyrir fólk sem vinnur í leikhúsi og öðrum sviðslistum. Kennari er Þorsteinn Sigurbergsson, námskeiðsgjald kr. 10.000.- og skráning hjá vegahusid@gmail.com

 

Helgina 26. – 28. október verður haldið hljóðvinnslunámskeið þar sem kennt verður á Pro Tools og fleiri græjur. Kennari er Páll Kristjánsson hljóðmaður og útsetjari. Alveg nauðsynlegt fyrir þá sem ætla að nota stúdíóið sem verður í nýja vHÚSINU í Sláturhúsinu. Námskeiðsgjald kr. 10.000.-, skráning hjá vegahusid@gmail.com 

 

Námskeiðin eru haldið á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

 

{mos_fb_discuss:3}