ImageLeikfélag Fljótsdalshéraðs er þessa dagana að æfa leikritið „Listin að lifa“ eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttir. Leikritið er sérstaklega samið fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs í tilefni af 40 ára afmæli leikfélagsins.

Leikstjóri á verkinu er Oddur Bjarni Þorkelsson en hann hefur sett upp fjölda verka hér á Héraði. Leikarar í sýningunni eru þau Eygló Daníelsdóttir, Oddný Ólafía Sævarsdóttir og Þráinn Sigvaldason. Í leikritinu er fylgst með ævi þeirra Didda, Duddu og Dúu frá því þau eru kornabörn og allt þar til þau eru komin á elliheimili og samböndum þeirra eru gerð skil á fyndinn og skemmtilegan hátt.
 
Listin að lifa verður frumsýnt á Iðavöllum laugardaginn 11. nóvember klukkan 20:00. Sýningar verða síðan nánar auglýstar í dagskránni og víðar.
 
Meðfylgjandi er mynd sem Gunnar Gunnarsson tók á æfingu inn á Iðavöllum.