Hjá Leikfélagi Hörgdæla hefjast æfingar á leikritinu „Lífið liggur við” eftir Hlín Agnarsdóttur í desember. Leikstjóri verður Saga Jónsdóttir. Saga setti upp aðsóknarmestu sýningu allra áhugaleikhópa á landinu síðastliðinn vetur. Það var gamanleikritið „Stundum og stundum ekki”, sem Leikfélag Hörgæla sýndi. Sýningarnar urðu alls 25 og gestir alls 2.208.

Á aðalfundi félagsins 6. okt. sl. var Bernharð Arnarson kosinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn voru kosin Axel Vatnsdal (varaformaður), Halla Halldórsdóttir (ritari), Sigríður Svavarsdóttir (meðstjórnandi) og Stefán Jónsson (gjaldkeri). Úr stjórn gengu Ásgeir Már Hauksson, Tryggvi Gunnarsson og Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár.

{mos_fb_discuss:2}