Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir nýtt íslenskt gamanleikrit sem nefnist Líf mitt í kassanum föstudaginn 21. mars klukkan 20:00. Leikstjóri verksins er Jóel Sæmundsson og höfundur er Hrafnkell Stefánsson, sem meðal annars er handritshöfundur bíómyndanna Kurteist fólk og Borgríki 1 og 2.  Leikfélagið hefur áður sýnt verk eftir þennan höfund en það var gamanleikritið Í beinni árið 2006.

Aðalpersóna leikritsins er Nonni sem býr með fyrrverandi kærustu sinni og ungum Frakka. Verkið fjallar um samlíf og samskipti þeirra vina. Þegar fer að halla undan hjá Nonna veit hann ekki alveg hvað er í gangi eða hvernig hann eigi að bregðast við því, en hinir virðast ekki vera alveg á sömu nótum.

Miðapantanir eru í síma 566 7788. Sýnt verður á föstudögum og sunnudögum til og með 6. apríl n.k.  Aðeins verður um þessar 6 sýningar að ræða.