Líf, dauði og lygar í Kópavogi

Líf, dauði og lygar í Kópavogi

Sunnudaginn 29. jan. kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Kópavogs stutta leikdagskrá sem ber yfirheitið Líf, dauði og lygar. Dagskráin samanstendur af þremur leikþáttum, einum íslenskum og tveimur erlendum. Íslenski leikþátturinn er Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Arnfinns Daníelssonar. Erlendu þættirnir eru Blint stefnumót eftir Samara Siskind og Sjóðandi fólk eftir Jonathan Yukich, báðir í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar.

Leikarar eru Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, Halldóra Harðardóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Páll Ísak Ægisson, Rúnar Breiðdal Smárason, Stefan Bjarnarson, Sturla Kaspersen, Valdimar Lárus Júlíusson og Þórdis Sigurgeirsdóttir.
Skúli Rúnar Hilmarsson sér um lýsingu og Sara Dögg Davíðsdóttir um förðun. Miðapantanir eru á www.kopleik.is og miðaverð er 1.000 kr.

0 Slökkt á athugasemdum við Líf, dauði og lygar í Kópavogi 1664 25 janúar, 2017 Fréttir, Vikupóstur janúar 25, 2017

Áskrift að Vikupósti

Karfa