Þann 9. júlí frumsýndi Kraðak nýtt leikrit sem ber nafnið Let‘s talk local. Sýnt verður á hverjum degi kl: 18 á Restaurant Reykjavík. Höfundur verksins er Snæbjörn Ragnarsson og leikstjóri Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er önnur Let‘s talk- sýningin, sú fyrsta í röðinni heitir Let‘s talk Christmas þar sem Grýla fer á kostum við að segja gestum frá íslensku jólahaldi.

Let‘s talk local er skemmtilegt og lifandi leikrit á ensku þar sem saga Reykjavíkur er rakin frá landnámi til dagsins í dag. Sýningunni er sérstaklega ætlað að höfða til erlendra gesta sem sækja Ísland heim en er
jafnframt skemmtileg fyrir Íslendinga sem vilja rifja upp sögu sína. Þetta er klukkutíma löng sýning sem inniheldur fyndinn fróðleik framsettan af tveimur úrvals leikurum. Gestir geta keypt drykki og léttar veitingar fyrir og á meðan sýningu stendur.

Sýningargestir fá 10% afslátt af málsverði á Restaurant Reykjavík og frían drykk á ísbarnum eftir matinn.

Miðaverð: 2.200 kr / 1.100 kr fyrir börn 12 ára og yngri (sýningin er u.þ.b. klukkustund að lengd).

Leikarar:
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna-Brynja Baldursdóttir
Jóel Sæmundsson
Ólafur S.K. Þorvaldz
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

{mos_fb_discuss:2}