neatalogo.jpgNorður-evrópska áhugaleikhúsráðið, NEATA, stendur fyrir leiklistarhátíðum á tveggja ára fresti og skiptast aðildarlöndin á að halda hana. Næsta sumar er komið að Lettlandi og verður hátíðin haldin í Riga dagana 5. til 10. ágúst. Til hennar er boðið sýningum frá aðildarlöndum NEATA: Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Íslandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Lettlandi.

 

Komudagur er þriðjudagur 5. ágúst og brottfarardagur er sunnudagur 10. ágúst. Lettar bjóða frítt uppihald fyrir 10 manns frá hverju landi en ferðir, tryggingar og uppihald þátttakenda umfram þessa tíu þurfa hóparnir að greiða sjálfir.

Lengd leiksýninga má ekki fara yfir 90 mínútur. Leiksmiðjur og gagnrýni verða á sínum stað en nákvæm dagskrá er ekki tilbúin ennþá.

Hér með er auglýst eftir íslenskri sýningu til að vera fulltrúi okkar á þessari hátíð.

Sækja skal um til Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir 15. febrúar 2008. Ekki verður útbúið sérstakt eyðublað, en í umsókn þarf að koma fram nafn félags, leiksýningar og leikstjóra. Myndbandsupptaka þarf að fylgja umsókn.