Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt ellefta leikárið í röð.

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.
Höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinsson, lést nýlega, langt fyrir aldur fram. Hann var afar fjölhæfur listamaður. Meðal leikrita hans er barnaleikritið Skilaboðaskjóðan sem sett hefur verið upp tvisvar í Þjóðleikhúsinu.

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Tónlist: Árni Egilsson, Davíð Þór Jónsson
Leikarar: Egill Breki Sigurpálsson, Hallgrímur Ólafsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Selma Björnsdóttir, Svava Sól Matthíasdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir
Börn: Egill Breki Sigurpálsson og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir / Hekla Nína Hafliðadóttir og Svava Sól Matthíasdóttir
Hljóðfæraleikarar: Darri Mikaelsson og Kjartan Valdimarsson
Grímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson.

Sýndar eru þrjár sýningar á dag alla laugardaga og sunnudaga til jóla kl. 11.00, 13.00 og 14.30.
Sýnt er á Leikhúsloftinu.

Miðasala hér.