Leikritið Devotion verður sýnt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Gamla Lækjarskóla dagana 18. og 19. desember nk. Verkið er samstarf milli Fjölþjóðlega leikhópsins The Fiasco Division, Aldísar Davíðsdóttur og Árna Grétars Jóhannssonar.
Devotion er unglingaleikrit fyrir börn, unglinga og fullorðna. Verkið er hrátt, fyndið og ögrandi og fjallar um átök milli þriggja ungra einstaklinga í leit að sjálfum sér og sínum stað í samfélaginu. Í sýningunni er velt upp hugmyndum um það hvenær leikur hættir að vera leikur og verður að alvöru. Tjáning í gegnum ýmsar tegundir ofbeldis er ein af þungamiðjum verksins og snertir það einnig á viðkvæmum málum, svo sem einelti.
Hversu mjó er línan á milli leiks og raunveruleika?
Ath. leikið verður á ensku.
Leikarar:
Aldís Davíðsdóttir
Alexander Roberts
Kári Viðarsson
Leikstjóri:
Árni Grétar Jóhannsson í samstarfi við hópinn
Sýningatímar:
1. sýning: föstudagur 18. desember kl. 20.00
2. sýning: föstudagurinn 18. desember kl. 22.00
Lokasýning: laugardagur 19. desember kl. 16.00
Miðaverð: 1500 kr.
Sýningarlengdengd: 60 mínótur
Miðapantanir:
Netfang: karividars@gmail.com
Sími: 8659432 eftir 4. desember