Leikfélag Akureyrar hyggst ráða eitt til tvö leikskáld til að skrifa handrit að leikverki fyrir leikhúsið. Stefnt er að uppsetningum á árunum 2008–2010.

Áhugasamir sendi hugmynd að leikverki til leikhússins ásamt ferilskrá höfundar fyrir 25. apríl n.k. merkt „leikskáld“.
 
Leikskáld sem starfa fyrir Leikfélag Akureyrar, starfa skv. kjarasamningi leikhússins og Rithöfundasambands Íslands. Nú þegar eru tvö ný íslensk verk í þróun fyrir leikhúsið.