Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum frá leikfélögum/leikhópum um rekstur leikhúss að Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarbær mun leggja umsækjendum til húsnæði og er leigutími frá 1. september 2010 – 31. desember 2013.  Um er að ræða 743,4 fermetra atvinnuhúsnæði ætlað til leiksýninga og annarrar menningarstarfsemi.

Í tilboði skal sérstaklega gera grein fyrir markaðs- og  rekstraráætlunum sem og fyrirhugaðri starfsemi í húsinu og framtíðaráformum.  Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:

•    Að starfsemin efli menningarlíf í Hafnarfirði
•    Að fjölþætt menningarstarfsemi sé í húsinu árið um kring með áherslu á leiklist
•    Að höfðað sé til allra aldurshópa
•    Rekstraráforma

Nánari upplýsingar um aðstöðu og aðbúnað veitir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar Marín Hrafnsdóttir í síma 585-5776 eða á marin@hafnarfjordur.is.

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. ágúst kl. 14 á Skrifstofu menningar- og ferðamála að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði.