Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL, laugardaginn 14. mars kl. 16.00. Ekki þarf lengur að bíða til miðnættis til að senda inn umsókn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn:

Nafn, Kennitala, Netfang, Sími, Heimilisfang, Póstnúmer, Staður.
Námskeið, Staðfestingargjald greitt/ógreitt, Ferilskrá (ef þörf er á, sjá námskeiðslýsingar).
Auk þess er reitur fyrir athugasemdir ef þarf.

Upplýsingar um skólann og námskeiðin er að finna hér.