Skólinn var settur á laugardagsmorgun og stendur starfið nú sem hæst. Hægt er að fylgjast með dagbókarskrifum á spjallinu hér á Leiklistarvefnum. Svona byrjar skólastýra fyrstu færsluna:

Leiklistarskólinn settur enn á ný – í 13. sinn þann 13. júní! Og sól skín hátt á himni í Svarfaðardal á 38 nemendur á þremur námskeiðum.

skoli092Skólasetning fór vel fram – hér eru margir þrautreyndir nemendur sem kunna skólareglurnar utan að en góð vísa er nú aldrei of oft kveðin og busarnir þurfa sinn pistil. Skólabjöllunni hringt, fáninn dreginn að hún og Bandalagið sungið. Svo var unnið og unnið eins og alltaf og eins og aldrei fyrr!

Myndin að ofan er tekin af nemendum og kennurum í morgunleikfimi en á myndini til vinstri sjást skólastýrur taka þátt í busavígslu.

{mos_fb_discuss:3}