ImageVerið er að setja saman 10-12 manna hóp fyrir leiklistarnámskeiði fyrir áhugafólk hjá Árna Pétri Guðjónssyni.  Námskeiðið hefst í byrjun nóvember og mun standa að öllum líkindum fram í mars. 

Þetta er frábært tækifæri fyrir leiklistaráhugafólk, og sérstaklega fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir inntökuprófin í Leiklistardeild Listaháskólans næsta vor. Árni Pétur er frábær leiklistarkennari og í gegnum tíðina hefur hann hjálpað ófáum nemendum að komast inn í skólann. 

Námskeiðið byrjar mánudaginn 31. október og verður 10 mánudaga í röð (frá 20:30-22:30, s.s.2 klst í senn).
Staðsetning: Engjateig 5, Jógastöðinni og verð er 13.000.- kr.

Áhugasamir sendi Gunnari Hanssyni tölvupóst.