Leikfélag Kópavogs heldur leiklistarnámskeið fyrir unglinga með yfirskriftinni "Að segja sögu á sviði". Kennari er Anna Brynja Baldursdóttir sem hefur numið leiklist í Rose Bruford College á Englandi og hefur einnig lokið námi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. 
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. október. Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudgum og fimmtudögum kl. 16.30-18.30 að jafnaði, með nokkrum undantekningum. Námskeiðið fer fram í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi.
Námskeiðið er öllum opið sem uppfylla aldursskilyrði en núverandi meðlimir unglingadeildar LK ganga fyrir með pláss og Kópavogsbúar hafa forgang fram yfir aðra. Námskeiðið er ætlað ungu fólki með áhuga á leiklist og er gerð krafa um góða mætingu og aga hjá þátttakendum. Nemendur í leiklistarkennslu við LHÍ munu taka þátt í 3 kennslutímum.
Námskeiðsgjald er 7.500 kr.

Umsóknir skal senda á  lk@kopleik.is . Þetta netfang er varið fyrir ruslpóst snöpum, þú þarf að hafa javascript virkt í vafranum til að sjá það. Umsókn skal innihalda fullt nafn þátttakanda og nafn forráðamanns. Námskeiðsgjald skal greiða áður en námskeiðið hefst eftir að staðfesting um pláss hefur verið send.

Eftir áramót verður sett upp leiksýning Unglingadeildar og er gengið út frá því að þátttakendur á námskeiðinu myndi kjarnann í þeim leikhópi.