Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Í byrjun október hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.

Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. 
Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.
Námskeiðið hefst mánudaginn 2. október og eru námskeiðstímar sem hér segir:
Mán. 2. okt. kl. 19.00-22.00
Fim. 5. okt. kl. 19.00-22.00
Lau. 7. okt. kl. 10.00-13.00
Mán. 9. okt. kl. 19.00-22.00.
Fim. 12. okt. kl. 19.00-22.00
Lau. 14. okt. kl. 10.00-13.00
Hægt er að ganga frá skráningu hér.

0 Slökkt á athugasemdum við Leiklistarnámskeið fyrir nýliða 800 19 september, 2017 Allar fréttir, Fréttir, Námskeið & hátíðir, Vikupóstur september 19, 2017
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa