Leiklistarfélag Seltjarnarness hefur í vetur unnið að uppsetningu á leikverkinu Draugar og forynjur og sunnudaginn 25. apríl kl. 14.00 er komið að frumsýningu og þá um kvöldið kl. 20.00 verður 2. sýning. Verkið er hvort tveggja í senn frumsamið í samvinnu leikfélaga og leikstjóra Bjarna Ingvarsson og byggt á ýmsum þjóðsögum. Sýnt er í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.

Verkið hefst á fundi í Drauga og forynjufélaginu í anda fortíðar með margbreytilegar uppákomur þar sem hinar ýmsu kynjaverur koma við sögu. Þá er brugðið upp myndum af því sem koma skal og færist leikurinn síðan heim að Gili þar sem gömul hjón búa ásamt dóttur og barnabörnum.

Verk þetta er eins og áður sagði í anda fortíðar þegar sjónvarp og tölvur voru óþekkt fyrirbæri jafnvel ekki rafmagn nema frá  rafstöðvum sem kveikt var á til hátíðarbrigða. Menn urðu úti og sjóskaðar voru tíðir. Draugar og aðrar kynjaverur leyndust í flestum hornum og skúmaskotum og voru undirrót margra sagna. Skuggamyndanir sem fæddust í myrkrinu gátu einnig verið leikfélagar barna, mörg þekkjum við það að hafa hlaupið á eftir eða undan okkar eigin skugga.

Ekkert hlé er í sýningunni sem verður í kaffihúsastíl, setið verður við borð og gefst áhorfendum kostur á að kaupa sér kaffi og meðlæti sem þeir geta notið á meðan á sýningu stendur. Félag Drauga og forynja hefur á sinni stefnuskrá að skjóta áhorfendum skelk í bringu og verður þeim sið haldið í hávegum eins og á fyrri  tímum.   

Það er vona okkar leikfélaga að áhorfendur skemmtir sér eins vel og við höfum gert við vinnu að þessari uppsetningu. Verði aðgöngumiða er stillt mjög í hóf sem vonandi verður til þess að enginn lætur þessa sýningu fram hjá sér fara.

Miðapantanir í síma 696-1314

{mos_fb_discuss:2}