Leikklúbburinn Krafla kaupir hús

Leikklúbburinn Krafla kaupir hús

Leikklúbburinn Krafla hélt í gær sinn fyrst stjórnarfund félagsins í „nýju“ félagsheimili sínu en leikklúbburinn festi nýverið kaup á félagsheimilinu Sæborg í Hrísey af fasteignum Akureyrarbæjar. Þar mun í framtíðinni verða stunduð blómleg leiklistarstarfsemi. Húsið er í frekar lélegu ástandi en Krafla hefur hug á að lagfæra það með tíð og tíma. Einnig verður hægt að leigja húsið fyrir ýmsa menningarstarfsemi.  

Starfsemin hefst á því að halda átta vikna leiklistarnámskeið sem mun ljúka á uppsetningu á afrakstri námskeiðsins. Eru félagsmenn fullir bjartsýni og tilhlökkunar um að hefjast handa og horfa brosandi fram á veginn.

{mos_fb_discuss:3}
0 Slökkt á athugasemdum við Leikklúbburinn Krafla kaupir hús 271 05 nóvember, 2009 Allar fréttir nóvember 5, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa