Laugardaginn 3. nóvember var undirritaður rekstrar- og samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði leikfélagsins að Funalind 2 í Kópavogi. LK, sem varð 50 ára á árinu, tók um leið formlega við húsnæðinu. Hér er um tímamót að ræða því húsið að Funalind verður fyrsta eiginlega leikhúsið í Kópavogi, þ.e. hús sem er ætlað fyrst og fremst til leiksýninga.

undirritunstor.pngLaugardaginn 3. nóvember var undirritaður rekstrar- og samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði leikfélagsins að Funalind 2 í Kópavogi. LK, sem varð 50 ára á árinu, tók um leið formlega við húsnæðinu. Hér er um tímamót að ræða því húsið að Funalind verður fyrsta eiginlega leikhúsið í Kópavogi, þ.e. hús sem er ætlað fyrst og fremst til leiksýninga.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Gísli Björn Heimisson, formaður LK, undirrituðu samninginn. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs hélt stutta tölu og óskaði LK og bæjarbúum til hamingju með tímamótin.

Félagarí LK sýndu atriði við undirritunina og unglingadeildin framdi táknrænan gerning þegar tekið var við húsinu. Hönnunarvinnu er að mestu lokið og er stefnt að því að ljúka breytingum á húsinu svo að það henti leikhúsi fyrir áramót.

{mos_fb_discuss:3}