Nýtt leikhús Leikfélags Kópavogs var vígt sunnudaginn 19. október þegar Skugga-Sveinn var frumsýndur við góðar undirtektir áhorfenda. Núlifandi stofnfélagar Leikfélagsins voru viðstaddir sýninguna og má sjá þá hér á myndinni til hliðar. Þetta er fólkið sem fyrir rúmri hálfri öld stofnaði leikfélag af bjartsýni og dug í því litla bæjarfélagi sem Kópavogur var þá.
Ekki var annað að sjá og heyra en að stofnfélagarnir sem sjá má hér á mynd, væru ánægðir með sýninguna, nýtt húsnæði félagsins og framtíð þess.

Leikhúsið var formlega opnað með frumsýningu á nýrri leikgerð á Skugga-Sveini í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Húsið sem er hannað og að mestu byggt af meðlimum leikfélgsins getur tekið um 70 manns í sæti.

Nánari upplýsingar um sýninguna og leikhúsið er að finna á vef LK, www. kopleik.is og á Facebook-síðu sýningarinnar .